Fara á efnissvæði

Vinsæl leitarorð

Niðurstöður

91

Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli

Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land. 

92

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“

Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

93

Rauði krossinn fagnar viðbrögðum stjórnvalda en bendir áfram á sára neyð í Afganistan

Rauði krossinn fagnar afgerandi viðbrögðum íslenskra stjórnvalda og þeirri ákvörðun að taka á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Þau sem eftir verða í heimalandi sínu eru þó ekki síður í brýnni þörf fyrir mannúðaraðstoð og horfir Rauði krossinn því til þess hóps í von um að tryggja heilbrigðisþjónustu, COVID-forvarnir, aðgengi að hreinu vatni og fæðuöryggi.

94

Rauði krossinn styður við verkefni alþjóða Rauða krossins við Miðjarðarhaf

Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja mannúðar- og lífsbjargandi verkefni alþjóða Rauða krossins fyrir flóttamenn á landi og sjó við Miðjarðarhaf með fjárframlagi og mannafla. Ocean Viking bjargaði alls 314 konum, körlum og börnum í yfirstandandi leiðangri og er nú í höfn í Augusta á Sikiley. Þar komst fólkið loks í land í dag, sumir eftir tíu daga um borð í skipinu.

95

Sendifulltrúi til starfa á Bahamas

Ívar Schram, sérfræðingur á alþjóðasviði Rauða krossins hélt í gær til hjálparstarfa á Bahamas.

96

Hólmfríður sendifulltrúi Rauða krossins að störfum í Sýrlandi

Rauði krossinn á Íslandi hefur sent Hólmfríði Garðarsdóttur sendifulltrúa til Sýrlands til þess að sinna hjálparstarfi í Al Hol flóttamannabúðunum í norðaustur-Sýrlandi. 

97

Ákall til íslenskra stjórnvalda um að virða mannréttindi barna á flótta og hætta við endursendingar á þeim til Grikklands

Íslensk stjórnvöld undirbúa nú endursendingar barnafjölskyldna á flótta til Grikklands þar sem þær hafa alþjóðlega vernd. Við teljum að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um endursendingar til Grikklands skapi börnum hættu sem íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á, eins og ítrekað hefur verið bent á. Hafa ber í huga að íslensk stjórnvöld hafa hingað til ekki sent börn frá Íslandi til Grikklands.

98

Umsögn Rauða krossins á Íslandi um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga

Síðastliðinn föstudag skilaði Rauði krossinn á Íslandi inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga. Félagið gerir alvarlegar athugasemdir við fjölmörg ákvæði frumvarpsins.

99

Slæmt ástand í Súdan eftir mánuð af átökum 

Nú er mánuður frá því að vopnuð átök brutust út í Súdan og ástandið á átakasvæðunum er mjög slæmt. Yfir 1000 sjálfboðaliðar Rauða krossins eru að störfum í landinu, en erfitt hefur reynst að koma hjálpargögnum til þolenda vegna ótryggs ástands.

100

Ástandið í Sýrlandi

Alþjóðaráð Rauða krossins lýsir þungum áhyggjum vegna óvirkrar vatnsdælustöðvar. Íslenskur sendifulltrúi að störfum.