Almennar fréttir
112 dagurinn haldinn hátíðlegur
21. febrúar 2020
Víðsvegar um landið kom fólk saman, m.a. á Egilsstöðum, Borgarnesi og á höfuðborgar
112 dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið þann 11. febrúar sl.
Á Egilsstöðum komu viðbragðsaðilar saman og sýndu tæki og búnað á planinu við nytjamarkað Rauða krossins að Dynskógum 4. Boðið var upp á kaffi, súkkulaðimola og kleinur og Begga
formaður skellti í döðlugotterí fyrir gesti og gangandi, en fjölmargir lögðu leið sína á svæðið. Sjálfboðaliðar Rauða krossins sýndu bílinn Austra og neyðarvarnarkerru, dreifðu bæklingum og sýndu sig og sáu aðra.
Auk tækja Rauða krossins var lögreglan með lögreglubíl, HSA með sjúkrabíl, björgunarsveitin Hérað með snjóbíl, rússneskan úral og stóran björgunarsveitarbíl, Bbörgunarsveitin Jökull með tvo bíla og svo slökkviliðið með fjölda bíla og hjóla.
Í Borgarnesi tók viðbragðsteymi Rauða krossins þátt í 112 deginum og kynnti Hjálparsímann 1717 í Hyrnutorgi. Almenn ánægja og þakklæti var með kynninguna, sem og með Hjálparsímann.
Á höfuðborgarsvæðinu voru viðbragðsaðilar með tæki sín til sýnis við flestar umferðaræðar og minntu á sig. Þá var haldin hefðbundin athöfn í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð þar sem m.a. Skyndihjálparmaður ársins var útnefndur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.