Almennar fréttir
112 dagurinn haldinn hátíðlegur
21. febrúar 2020
Víðsvegar um landið kom fólk saman, m.a. á Egilsstöðum, Borgarnesi og á höfuðborgar
112 dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið þann 11. febrúar sl.
Á Egilsstöðum komu viðbragðsaðilar saman og sýndu tæki og búnað á planinu við nytjamarkað Rauða krossins að Dynskógum 4. Boðið var upp á kaffi, súkkulaðimola og kleinur og Begga
formaður skellti í döðlugotterí fyrir gesti og gangandi, en fjölmargir lögðu leið sína á svæðið. Sjálfboðaliðar Rauða krossins sýndu bílinn Austra og neyðarvarnarkerru, dreifðu bæklingum og sýndu sig og sáu aðra.
Auk tækja Rauða krossins var lögreglan með lögreglubíl, HSA með sjúkrabíl, björgunarsveitin Hérað með snjóbíl, rússneskan úral og stóran björgunarsveitarbíl, Bbörgunarsveitin Jökull með tvo bíla og svo slökkviliðið með fjölda bíla og hjóla.
Í Borgarnesi tók viðbragðsteymi Rauða krossins þátt í 112 deginum og kynnti Hjálparsímann 1717 í Hyrnutorgi. Almenn ánægja og þakklæti var með kynninguna, sem og með Hjálparsímann.
Á höfuðborgarsvæðinu voru viðbragðsaðilar með tæki sín til sýnis við flestar umferðaræðar og minntu á sig. Þá var haldin hefðbundin athöfn í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð þar sem m.a. Skyndihjálparmaður ársins var útnefndur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.