Almennar fréttir
Aðalfundur Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeildar
14. mars 2024
Aðalfundur Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeildar var haldin í gær 13.mars og gekk fundur einkar vel. Það var fámennt á fundi en góðmennt og góðar umræður mynduðust um mikilvæg málefni sem snerta verkefni deildar og Rauða krossins í heild sinni.
Í stjórn voru kosnir tveir stjórnarmenn til tveggja ára , Íris Hvanndal og Jóhanna Jóhannsdóttir og tveir varamenn til eins árs, Guðfinna Guðmundsdóttir og Védís Einarsdóttir. Innsend tillaga til atkvæða um sameiningu við Höfuðborgardeild samkvæmt 6. mgr. 19. gr. var samþykkt með 6 atkvæðum og atkvæði á móti var einungis 1.
Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeild þakkar stjórnarfólki, félagsmönnum og sjálfboðaliðum kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni í einni öflugri deild.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.