Almennar fréttir
Aðalfundur Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeildar
14. mars 2024
Aðalfundur Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeildar var haldin í gær 13.mars og gekk fundur einkar vel. Það var fámennt á fundi en góðmennt og góðar umræður mynduðust um mikilvæg málefni sem snerta verkefni deildar og Rauða krossins í heild sinni.

Í stjórn voru kosnir tveir stjórnarmenn til tveggja ára , Íris Hvanndal og Jóhanna Jóhannsdóttir og tveir varamenn til eins árs, Guðfinna Guðmundsdóttir og Védís Einarsdóttir. Innsend tillaga til atkvæða um sameiningu við Höfuðborgardeild samkvæmt 6. mgr. 19. gr. var samþykkt með 6 atkvæðum og atkvæði á móti var einungis 1.
Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeild þakkar stjórnarfólki, félagsmönnum og sjálfboðaliðum kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni í einni öflugri deild.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.