Almennar fréttir
Aðalfundur Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeildar
14. mars 2024
Aðalfundur Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeildar var haldin í gær 13.mars og gekk fundur einkar vel. Það var fámennt á fundi en góðmennt og góðar umræður mynduðust um mikilvæg málefni sem snerta verkefni deildar og Rauða krossins í heild sinni.

Í stjórn voru kosnir tveir stjórnarmenn til tveggja ára , Íris Hvanndal og Jóhanna Jóhannsdóttir og tveir varamenn til eins árs, Guðfinna Guðmundsdóttir og Védís Einarsdóttir. Innsend tillaga til atkvæða um sameiningu við Höfuðborgardeild samkvæmt 6. mgr. 19. gr. var samþykkt með 6 atkvæðum og atkvæði á móti var einungis 1.
Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeild þakkar stjórnarfólki, félagsmönnum og sjálfboðaliðum kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni í einni öflugri deild.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.