Almennar fréttir
Aðalfundur Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeildar
14. mars 2024
Aðalfundur Hafnafjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeildar var haldin í gær 13.mars og gekk fundur einkar vel. Það var fámennt á fundi en góðmennt og góðar umræður mynduðust um mikilvæg málefni sem snerta verkefni deildar og Rauða krossins í heild sinni.

Í stjórn voru kosnir tveir stjórnarmenn til tveggja ára , Íris Hvanndal og Jóhanna Jóhannsdóttir og tveir varamenn til eins árs, Guðfinna Guðmundsdóttir og Védís Einarsdóttir. Innsend tillaga til atkvæða um sameiningu við Höfuðborgardeild samkvæmt 6. mgr. 19. gr. var samþykkt með 6 atkvæðum og atkvæði á móti var einungis 1.
Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogsdeild þakkar stjórnarfólki, félagsmönnum og sjálfboðaliðum kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni í einni öflugri deild.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.