Almennar fréttir
Ætlar þú að ferðast innanlands í sumar?
28. maí 2020
Skyndihjálpartaskan er staðalbúnaður í sumar, hvort sem um er að ræða á heimilið, í bílinn, bátinn eða sumarbústaðinn.
Skyndihjálpartaskan er staðalbúnaður í sumar, hvort sem um er að ræða á heimilið, í bílinn, bátinn eða sumarbústaðinn.
Mikilvægt er að hafa neyðarútbúnað á vísum stað og við höndina – slysin gera ekki boð á undan sér. Skyndihjálpartaska ásamt kunnáttu á réttum handtökum getur bjargað mannslífum ef slysin gerast.
Í töskunni er að finna allar helstu upplýsingar um rétt viðbrögð á slysstað eða við skyndilegum veikindum. Taskan inniheldur sótthreinsiklúta, grisjur, einnota hanska, kælipoka, skæri, teygjubindi, þrúgusykur, ályfirbreiðslu og ýmislegt fleira.
Hægt er að láta fylla á töskuna í næstu lyfjaverslun/apóteki.
Um leið og þú kaupir skyndihjálpatöskuna ertu að styrkja starf Rauða krossins á Íslandi. Hægt er að versla töskuna á vef Rauða krossins eða koma á Landsskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9. Taskan kostar 8.990 krónur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.