Almennar fréttir
Afleiðingar jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og aðstoð Rauða krossins
08. febrúar 2023
Hér geturðu nálgast upplýsingar um hvernig Rauði krossinn á Íslandi er að bregðast við jarðskjálftunum og hvernig fólk getur lagt sitt af mörkum til að hjálpa.
Hvað gerir Rauði krossinn?
- Rauði krossinn hóf strax söfnun til styrktar fórnarlömbum skjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Söfnunarfé rennur allt til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum.
- Rauða krossinn sendir sérþjálfaða sendifulltrúa á jarðskjálftasvæðin til aðstoðar.
Hvaða aðstoð veitir Rauði krossinn hér á Íslandi?
- Alvarleg atvik sem þessi hafa áhrif á líðan okka Hér má finna efni á nokkrum tungumálum um algeng viðbrögð og bjargir. Sjá einnig í viðhengi á íslensku, ensku og arabísku.
- Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er svarað á íslensku og ensku.
- Rauði krossinn rekur leitarþjónustu á heimsvísu. Þau sem sakna ættingja/vina sem þau telja hafi verið á umræddu hamfarasvæði geta haft samband með því að senda tölvupóst á netfangið: tracing@redcross.is. Þá er útbúin leitarbeiðni með upplýsingum um þá sem saknað er og send í alþjóðaleitarkerfi Rauða krossins.
- Einnig er hægt að koma í opna viðtalstíma hjá Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu í Árskógum 4, á miðvikudögum kl. 12-15 - og Reykjanesbæ, Smiðjuvöllum 8, á fimmtudögum kl. 12-15.
Hafa þarf í huga að síma- og rafmagnsleysi á staðnum getur haft áhrif á að ekki náist samband við þá sem saknað er fyrst um sinn.
Hvað get ég gert?
- Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum geta lagt söfnuninni lið hér. Fé sem safnast er notað í beina aðstoð á hamfarasvæði með lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu, hjálpargögnum og stuðningi.
- Hægt er að gerast Mannvinur Rauða krossins hér og styðja þar með hjálparastarfið með reglulegum framlögum.
- Einnig er hægt að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og taka m.a. þátt í að aðstoða fólk sem hefur neyðst til að yfirgefa heimkynni sín vegna hamfara eða stríðsástands.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitCoca-Cola og Rauði krossinn hjálpa umsækjendum um alþjóðlega vernd að aðlagast íslensku samfélagi
Innanlandsstarf 25. september 2024Coca-Cola Europacific Partners(CCEP) á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um nýtt verkefni sem kallast „Lyklar að íslensku samfélagi – The Keys to Society“ og miðar að því að styðja og valdefla umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Frábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.