Almennar fréttir
Afleiðingar jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi og aðstoð Rauða krossins
08. febrúar 2023
Hér geturðu nálgast upplýsingar um hvernig Rauði krossinn á Íslandi er að bregðast við jarðskjálftunum og hvernig fólk getur lagt sitt af mörkum til að hjálpa.

Hvað gerir Rauði krossinn?
- Rauði krossinn hóf strax söfnun til styrktar fórnarlömbum skjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Söfnunarfé rennur allt til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum.
- Rauða krossinn sendir sérþjálfaða sendifulltrúa á jarðskjálftasvæðin til aðstoðar.
Hvaða aðstoð veitir Rauði krossinn hér á Íslandi?
- Alvarleg atvik sem þessi hafa áhrif á líðan okka Hér má finna efni á nokkrum tungumálum um algeng viðbrögð og bjargir. Sjá einnig í viðhengi á íslensku, ensku og arabísku.
- Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og þar er svarað á íslensku og ensku.
- Rauði krossinn rekur leitarþjónustu á heimsvísu. Þau sem sakna ættingja/vina sem þau telja hafi verið á umræddu hamfarasvæði geta haft samband með því að senda tölvupóst á netfangið: tracing@redcross.is. Þá er útbúin leitarbeiðni með upplýsingum um þá sem saknað er og send í alþjóðaleitarkerfi Rauða krossins.
- Einnig er hægt að koma í opna viðtalstíma hjá Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu í Árskógum 4, á miðvikudögum kl. 12-15 - og Reykjanesbæ, Smiðjuvöllum 8, á fimmtudögum kl. 12-15.
Hafa þarf í huga að síma- og rafmagnsleysi á staðnum getur haft áhrif á að ekki náist samband við þá sem saknað er fyrst um sinn.
Hvað get ég gert?
- Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum geta lagt söfnuninni lið hér. Fé sem safnast er notað í beina aðstoð á hamfarasvæði með lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu, hjálpargögnum og stuðningi.
- Hægt er að gerast Mannvinur Rauða krossins hér og styðja þar með hjálparastarfið með reglulegum framlögum.
- Einnig er hægt að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og taka m.a. þátt í að aðstoða fólk sem hefur neyðst til að yfirgefa heimkynni sín vegna hamfara eða stríðsástands.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Öflugt hjálparstarf í Marokkó en framtíðin ótrygg
Alþjóðastarf 29. september 2023Rauði hálfmáninn í Marokkó hefur náð miklum árangri í hjálparstarfi sínu vegna jarðskjálftans sem varð þar fyrir þremur vikum, en það er mikil þörf á langtíma stuðningi á svæðunum sem urðu verst úti.

Enn hamfaraástand í Líbíu
Alþjóðastarf 27. september 2023Líbíska þjóðin stendur enn frammi fyrir gríðarlegum áskorunum vegna hamfaranna sem fylgdu storminum Daníel fyrr í mánuðinum. Rauði krossinn hefur lagt sitt af mörkum til taka þátt í neyðarviðbragðinu.

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 20. september 2023Þessar stelpur söfnuðu fyrir Rauða krossinn með ýmsum aðferðum.