Almennar fréttir
Auglýst eftir framboðum
29. janúar 2020
Rauði krossinn auglýsir eftir stjórnarmönnum í stjórn félagsins sem kjörin verður á aðalfundi félagsins 23. maí nk. Einnig er auglýst eftir skoðunarmönnum.
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi, sem haldinn verður 23. maí 2020 ber að kjósa stjórnar – og skoðunarmenn sem hér segir:
- Varaformann til fjögurra ára
- Fimm stjórnarmenn til fjögurra ára
- Tvo varamenn til tveggja ára
- Tvo skoðunarmenn til tveggja ára
Er hér með lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér ofantalin hlutverk.
Tillögum eða upplýsingum um framboð skal koma á framfæri með skriflegum hætti til landsskrifstofu Rauða krossins á netfangið: gudnybj@redcross.is eða í bréfpósti merkt:
Rauði krossinn á Íslandi, –kjörnefnd
Efstaleiti 9
103 Reykjavík
Frestur til að skila tillögum og framboðstilkynningum er til kl. 16:00 mánudaginn 2. mars 2020.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.