Almennar fréttir
Auglýst eftir framboðum
29. janúar 2020
Rauði krossinn auglýsir eftir stjórnarmönnum í stjórn félagsins sem kjörin verður á aðalfundi félagsins 23. maí nk. Einnig er auglýst eftir skoðunarmönnum.
Á aðalfundi Rauða krossins á Íslandi, sem haldinn verður 23. maí 2020 ber að kjósa stjórnar – og skoðunarmenn sem hér segir:
- Varaformann til fjögurra ára
- Fimm stjórnarmenn til fjögurra ára
- Tvo varamenn til tveggja ára
- Tvo skoðunarmenn til tveggja ára
Er hér með lýst eftir framboðum þeirra sem vilja taka að sér ofantalin hlutverk.
Tillögum eða upplýsingum um framboð skal koma á framfæri með skriflegum hætti til landsskrifstofu Rauða krossins á netfangið: gudnybj@redcross.is eða í bréfpósti merkt:
Rauði krossinn á Íslandi, –kjörnefnd
Efstaleiti 9
103 Reykjavík
Frestur til að skila tillögum og framboðstilkynningum er til kl. 16:00 mánudaginn 2. mars 2020.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.