Almennar fréttir
CCEP Iceland styrkir Rauða krossinn
19. desember 2019
Coca-Cola European Partners á Íslandi styrkir innanlandsstarf Rauða krossins með með árlegum fjárstuðningi til næstu þriggja ára og er þar með einn helsti bakhjarl Rauða krossins innanlands.
Coca-Cola European Partners Iceland styrkir Rauða krossinn á Íslandi
Coca-Cola European Partners á Íslandi styrkir innanlandsstarf Rauða krossins með með árlegum fjárstuðningi til næstu þriggja ára og er þar með einn helsti bakhjarl Rauða krossins innanlands.
Styrkurinn rennur til þriggja verkefna, neyðarvarna Rauða krossins innanlands, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og í tómstundasjóð flóttafólks.
Á Hjálparsímanum 1717 og netspjallinu veita sjálfboðaliðar virka hlustun og ráðgjöf um samfélagsleg úrræði til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda, t.d. sökum þunglyndis, kvíða eða sjálfsvígs-hugsana. Ekkert vandamál er of stórt eða lítið fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjallið og ekkert er honum óviðkomandi.
Neyðarvarnir Rauða krossins eru eitthvað mikilvægasta verkefni félagsins á Íslandi. Hundruðir sjálfboðaliða eru til taks allan sólarhringinn ef hamfarir eða önnur áföll dynja yfir. Sjálfboðaliðar hafa mismunandi sérþekkingu, m.a. í stjórnun aðgerða, uppsetningu fjöldahjálparstöðva og í að veita sálrænan stuðning og skyndihjálp þegar mikið liggur við. Þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara eða annarra stórslysa fer neyðarvarnarkerfi Rauða krossins í gang. Hlutverk Rauða krossins í almannavörnum ríkisins er fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf sem felst einkum í því að útvega fæði, klæði og húsaskjól og veita upplýsingar til fólks á neyðarstundu.
Tómstundasjóði flóttafólks er ætlað að styðja börn flóttafólks búsettu hér á landi til að stunda tómstundir sem ekki fæst styrkur fyrir annars staðar. Tómstundir eru afskaplega mikilvægar fyrir þroska og getu barna og afskaplega mikilvægar til gagnkvæmrar aðlögunar í samfélaginu.
Styrkurinn er liður í samfélagslegri ábyrgð Coca-Cola European Partners og sameiginlegri sjálfbærniáætlun félagsins og The Coca-Cola Company í Vestur-Evrópu. Í henni segir m.a. um samfélagið „við ætlum að vera afl til góðra verka og berjast fyrir fjölbreytni og virkri þátttöku allra í samfélaginu“.
„Styrkurinn nýtist okkur afskaplega vel. Það er mikilvægt að tryggja góðar neyðarvarnir hringinn í kringum landið eins og sást í óveðrinu í síðustu viku sem og starfsemi Hjálparsímans 1717 en ekki síst að efla nýja íbúa landsins til dáða og fá börnin til að taka þátt í tómstundastarfi“ sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins við undirritun samningsins.
Styrkurinn til Rauða krossins styður við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 1 um enga fátækt, 3 um heilsu og vellíðan og 4 um menntun fyrir alla.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.