Almennar fréttir
Eliza Reid heimsótti Rauða krossinn í gær
19. mars 2020
Eliza Reid, forsetafrú, heimsótti í dag starfstöð Rauða krossins við Efstaleiti, þar sem sjálfboðaliðar svara dag og nótt í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og færði þeim heimabakaðar kökur.
Eliza Reid, forsetafrú, heimsótti í dag starfstöð Rauða krossins við Efstaleiti, þar sem sjálfboðaliðar svara dag og nótt í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og færði þeim heimabakaðar kökur.
Mikið álag hefur verið á Hjálparsímanum upp á síðkastið, en auk þess að veita sálrænan stuðning tekur síminn einnig við yfirfalli frá símanúmeri Læknavaktarinnar 1700. Undanfarna sólarhringa hafa sjálfboðaliðar Hjálparsímans aldrei svarað jafn mörgum símtölum.
Eliza starfaði sjálf sem sjálfboðaliði fyrir Rauða krossinn fyrst þegar hún flutti til Íslands. „Mannvinir og sjálfboðaliðar Rauða krossins eiga þakkir skilið. Það er greinilegt að framlag þeirra skiptir gríðarlegu máli á tímum sem þessum,“ segir Eliza Reid.
„Sjálfboðaliðar Hjálparsímans og sóttvarnarhússins sinna afar mikilvægu hlutverki um þessar mundir og standa sig eins og hetjur. Sjálfboðaliðar sem sinna ýmsum verkefnum sem beinast að því að rjúfa félagslega einangrun hafa jafnframt sýnt einstakan sveigjanleika í starfi sínu, til dæmis með því að breyta verkefnum sínum úr heimsóknarvin yfir í símavin. Ljóst er að verkefni Rauða krossins munu aukast næstu vikur og við viljum þakka þann hlýhug og velvilja sem félagið hefur fundið fyrir frá almenningi síðustu daga en bæði hefur bæst í hóp Mannvina og sjálfboðaliða,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Mannvinir eru mánaðarlegir styrktaraðilar Rauða krossins. Á álagstímum sem þessum skiptir framlag þeirra öllu máli. Hér er hægt að leggja Rauða krossinum lið.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.