Almennar fréttir
Fimm söfnunarviðburðir kröftugra frænkna!
24. janúar 2020
Vigdís Una og Sopei Isabella seldu djús sl. sumar og gáfu afraksturinn til Rauða krossins
Vinkonurnar og frænkurnar Vigdís Una Tómasdóttir og Sophie Ísabella Enemark-Madsen héldu hvorki meira né minna en FIMM söfnunarviðburði á síðasta ári og söfnuðu alls 20.667 kr.
Viðburðirnir voru:
- Límonaðisala
- Ávaxtasafasala
- Karamellusala
- Kökubasar
- Jólabaksturstombóla
Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta flotta framlag og hugmyndaauðgina! Það er ómetanlegt að hafa jafn kröftugar stúlkur með okkur í liði.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.