Almennar fréttir
Fjöldahjálparstöð opnuð í gær vegna eldgossins
20. mars 2021
Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð í Hópsskóla í Grindavík í gærkvöld vegna rýmingar í Krýsuvík. 14 manns gistu í stöðinni.
Rauði krossinn er hluti af almannavörum og við náttúruhamfarir eins og eldgos virkjast neyðarvarnir Rauða krossins.
Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík í gærkvöld vegna rýmingar í Krýsuvík. 14 manns gistu í stöðinni. Enginn var í hættu.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins standa áfram vaktina og eru tilbúin til taks. Sjálfboðaliðar og starfsfólk eru með mismunandi sérþekkingu, m.a. í stjórnun aðgerða, uppsetningu fjöldahjálparstöðva og í að veita sálrænan stuðning.
Almennt felst hlutverk Rauða krossins í neyðarvörnum meðal annars í opnun fjöldahjálparstöðva og að sinna félagslegu hjálparstarf sem felst t.d. því að útvega fæði, klæði og húsaskjól og veita upplýsingar til fólks og sálrænan stuðning á neyðarstundu.
Rauði krossinn minnir á að Hjálparsími og netspjall Rauða krossins, er alltaf opið.
Almannavarnir biðla til fólks að fara ekki nærri gosupptökum. Það er mjög mikilvægt að fólk haldi sig frá svæðinu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.

Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.