Almennar fréttir
Fjöldahjálparstöð opnuð í gær vegna eldgossins
20. mars 2021
Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð í Hópsskóla í Grindavík í gærkvöld vegna rýmingar í Krýsuvík. 14 manns gistu í stöðinni.
Rauði krossinn er hluti af almannavörum og við náttúruhamfarir eins og eldgos virkjast neyðarvarnir Rauða krossins.
Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík í gærkvöld vegna rýmingar í Krýsuvík. 14 manns gistu í stöðinni. Enginn var í hættu.
Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins standa áfram vaktina og eru tilbúin til taks. Sjálfboðaliðar og starfsfólk eru með mismunandi sérþekkingu, m.a. í stjórnun aðgerða, uppsetningu fjöldahjálparstöðva og í að veita sálrænan stuðning.
Almennt felst hlutverk Rauða krossins í neyðarvörnum meðal annars í opnun fjöldahjálparstöðva og að sinna félagslegu hjálparstarf sem felst t.d. því að útvega fæði, klæði og húsaskjól og veita upplýsingar til fólks og sálrænan stuðning á neyðarstundu.
Rauði krossinn minnir á að Hjálparsími og netspjall Rauða krossins, er alltaf opið.
Almannavarnir biðla til fólks að fara ekki nærri gosupptökum. Það er mjög mikilvægt að fólk haldi sig frá svæðinu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.

Vertu klár á táknmáli
Innanlandsstarf 09. maí 2025Auglýsingar í hinni vinsælu vitundarvakningu Rauða krossins 3dagar.is, þar sem fólk er hvatt til að undirbúa sig fyrir neyðarástand, eru nú líka á táknmáli.

Mannúðarstarfsfólk orðið skotmörk
Alþjóðastarf 08. maí 2025„Hver einasta árás á mannúðarstarfsmann er árás á samfélagið sem hann þjónaði,“ segja forsetar alþjóðasambands og alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Forsetarnir segja að alþjóðasamfélagið geti ekki haldið áfram að líta fram hjá því er lög sem gilda í stríði eru hundsuð og mannúðarstarfsmenn markvisst orðnir skotmörk.