Almennar fréttir
Frábært framlag til Malaví
20. desember 2018
Málaði ójólalegar myndir á jólakort til styrktar Rauða krossinum
Í gær barst Rauða krossinum óvænt og skemmtilegt framlag frá Finnboga Birkis Kjartanssyni, 8 ára, í starf félagsins í Malaví. Hann málaði myndir á jólakort sem hann seldi fyrir hátíðarnar og gaf í gær Rauða krossinum og Unicef á Íslandi ágóðann. Samtals var upphæðin til Rauða krossins 23 þúsund krónur og þakkar Rauði krossinn kærlega fyrir framlagið.
Jólakortin voru með þemanum ójólalegt dót og þóttu einstaklega vel lukkuð. Á hvert kort hafði Finnbogi málað mynd af hlut sem tengist jólunum ekki við fyrstu sýn. Hér fyrir neðan má sjá jólakortið sem Finnbogi gaf Rauða krossinum en myndin er birt með góðfúslegu leyfi listamannsins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.