Almennar fréttir
Fyrsta skipti út fyrir höfuðborgina eftir tveggja ára búsetu
10. júní 2024
Tæplega 4000 manns hefur komið til Íslands frá Úkraínu síðan átök hófust þar í landi fyrir um tveimur árum. Meðal þeirra er stór, en oft ósýnilegur hópur eldri kvenna sem neyddust til að skilja allt eftir í heimalandinu – börnin sín, barnabörn og heimilin sem þær höfðu búið í áratugum saman.
Hópur þessara kvenna hittist einu sinni í viku og prjónar saman í Hvítasunnukirkju Fíladelfía ásamt íslenskum konum. Þeir viðburðir eru hjá mörgum þeirra eina félagslífið sem þær stunda og margar þeirra lýstu því að þær hefðu ekki fengið tækifæri hingað til að skoða nýja heimalandið.
Rauði krossinn ásamt Reykjavik Excursions, Friðheimum og Úkraínsk-íslenska prjónaklúbbnum, skipulagði ferð þann 31.maí fyrir hóp 20 úkraínskra og íslenskra eldri kvenna. Þær heimsóttu Geysi, Gullfoss, Þingvelli og Friðheima gróðurhús. „Þetta var fyrsta ferð mín út fyrir höfuðborgarsvæðið þrátt fyrir að hafa búið á Íslandi í næstum 2 ár,“ segir ein kvennanna.
Eins og milljónir Úkraínumanna um allan heim, vita þessar konur ekki hvenær þær munu snúa aftur til heimalands síns. Á meðan munu þær reiða sig á sálrænan stuðning frá samfélagi sínu og góðvild Íslendinga til að hjálpa þeim að aðlagast og takast á við veruleikann á meðan þær eru hér. Þrátt fyrir eyðilegginguna í Úkraínu og þá staðreynd að margar þeirra hafa misst heimili sín, eru þær staðráðnar í að snúa aftur til heimalands síns þegar það verður mögulegt.
„Það er samt mitt heimili,“ segja þær.
Ferðin var skipulögð innan EU4Health verkefnisins sem styrkt er af Evrópusambandinu og er sú fyrsta í röð ferða fyrir félagslega einangraða eldri borgara á Íslandi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.