Almennar fréttir
Gaf Rauða krossinum peninginn frá ömmu
23. maí 2025
Margrét Kría, sex ára (alveg að verða sjö), mætti galvösk í höfuðstöðvar Rauða krossins nýverið til að gefa félaginu peninga sem hún hafði safnað.

„Ég fékk þennan pening frá ömmu minni,“ sagði Margrét Kría er hún færði Rauða krossinum peninginn. Það var svo hennar eigin ákvörðun að gefa féð til góðgerðarmála.
Margrét Kría taldi peningana fyrir okkur og lagði upphæðina saman enda er hún byrjuð í skóla og dugleg að æfa sig að reikna. „Ég ætla að gefa Rauða krossinum þúsund krónur!“
Rauði krossinn þakkar Margréti Kríu kærlega fyrir gjöfina og mun sjá til þess að hún nýtist þeim sem á þurfa að halda.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þrjú ráðuneyti styrkja Hjálparsíma Rauða krossins
Innanlandsstarf 23. maí 2025Heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra hafa undirritað samning við Rauða krossinn á Íslandi sem felur í sér 25 milljóna króna styrk til reksturs Hjálparsímans 1717. „Þetta er ótrúlega mikilvæg þjónusta,“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra er skrifað var undir samninginn í höfuðstöðvum Rauða krossins á fimmtudag.

Um 50 börn fá styrki úr Tómstundasjóði Rauða krossins
Innanlandsstarf 21. maí 2025„Tómstundir auka vellíðan barna, svo einfalt er það,“ segir Nína Helgadóttir, sérfræðingur hjá Rauða krossinum sem heldur utan um tómstundasjóð félagsins. Velferðarsjóður barna hefur veitt tómstundasjóðnum veglegan styrk.

Fólk á Gaza sárbiður um hjálp
Alþjóðastarf 19. maí 2025Aukinn þungi hefur færst í hernaðaraðgerðir á Gaza síðustu daga og hundruð almennra borgara, sem skulu njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, verið drepin. „Mannúðaraðstoð má aldrei nota í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.