Almennar fréttir
Gaf Rauða krossinum peninginn frá ömmu
23. maí 2025
Margrét Kría, sex ára (alveg að verða sjö), mætti galvösk í höfuðstöðvar Rauða krossins nýverið til að gefa félaginu peninga sem hún hafði safnað.

„Ég fékk þennan pening frá ömmu minni,“ sagði Margrét Kría er hún færði Rauða krossinum peninginn. Það var svo hennar eigin ákvörðun að gefa féð til góðgerðarmála.
Margrét Kría taldi peningana fyrir okkur og lagði upphæðina saman enda er hún byrjuð í skóla og dugleg að æfa sig að reikna. „Ég ætla að gefa Rauða krossinum þúsund krónur!“
Rauði krossinn þakkar Margréti Kríu kærlega fyrir gjöfina og mun sjá til þess að hún nýtist þeim sem á þurfa að halda.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fengu að flytja hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.