Almennar fréttir

Gaf Rauða krossinum peninginn frá ömmu

23. maí 2025

Margrét Kría, sex ára (alveg að verða sjö), mætti galvösk í höfuðstöðvar Rauða krossins nýverið til að gefa félaginu peninga sem hún hafði safnað.

„Ég fékk þennan pening frá ömmu minni,“ sagði Margrét Kría er hún færði Rauða krossinum peninginn. Það var svo hennar eigin ákvörðun að gefa féð til góðgerðarmála.

Margrét Kría taldi peningana fyrir okkur og lagði upphæðina saman enda er hún byrjuð í skóla og dugleg að æfa sig að reikna. „Ég ætla að gefa Rauða krossinum þúsund krónur!“

Rauði krossinn þakkar Margréti Kríu kærlega fyrir gjöfina og mun sjá til þess að hún nýtist þeim sem á þurfa að halda.