Almennar fréttir
Hjálparsíminn 1717 og Frú Ragnheiður hlutu veglega styrki
06. febrúar 2020
Tvö verkefna Rauða krossins hlutu styrki frá heilbrigðisráðuneytinu
Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins hlaut hæsta styrk sem veittur var af heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur af safnliðum fjárlaga til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum. Styrkurinn gerir Frú Ragnheiði kleift að halda áfram sínu flotta og faglega starfi.
Þá hlaut Hjálparsími Rauða krossins 1717 fjögurra milljón króna styrk, en Hjálparsíminn 1717 og netspjallið eru opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á hverju ári berast um 15.000 samtöl um stór sem smá vandamál, allt frá kvíða og þunglyndi til sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana eða tilrauna.
Rauði krossinn þakkar heilbrigðisráðherra kærlega fyrir styrkina sem gera Rauða krossinum kleift að sinna verkefnum sínum áfram.
Á myndinni eru þær Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.