Almennar fréttir
Hjálparsíminn 1717 og Frú Ragnheiður hlutu veglega styrki
06. febrúar 2020
Tvö verkefna Rauða krossins hlutu styrki frá heilbrigðisráðuneytinu
Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins hlaut hæsta styrk sem veittur var af heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur af safnliðum fjárlaga til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum. Styrkurinn gerir Frú Ragnheiði kleift að halda áfram sínu flotta og faglega starfi.
Þá hlaut Hjálparsími Rauða krossins 1717 fjögurra milljón króna styrk, en Hjálparsíminn 1717 og netspjallið eru opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á hverju ári berast um 15.000 samtöl um stór sem smá vandamál, allt frá kvíða og þunglyndi til sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana eða tilrauna.
Rauði krossinn þakkar heilbrigðisráðherra kærlega fyrir styrkina sem gera Rauða krossinum kleift að sinna verkefnum sínum áfram.
Á myndinni eru þær Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mannúðaraðstoð að hruni kominn á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.