Almennar fréttir
Hjálparsíminn 1717 og Frú Ragnheiður hlutu veglega styrki
06. febrúar 2020
Tvö verkefna Rauða krossins hlutu styrki frá heilbrigðisráðuneytinu
Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins hlaut hæsta styrk sem veittur var af heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur af safnliðum fjárlaga til félagasamtaka sem starfa að heilbrigðismálum. Styrkurinn gerir Frú Ragnheiði kleift að halda áfram sínu flotta og faglega starfi.
Þá hlaut Hjálparsími Rauða krossins 1717 fjögurra milljón króna styrk, en Hjálparsíminn 1717 og netspjallið eru opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. Á hverju ári berast um 15.000 samtöl um stór sem smá vandamál, allt frá kvíða og þunglyndi til sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana eða tilrauna.
Rauði krossinn þakkar heilbrigðisráðherra kærlega fyrir styrkina sem gera Rauða krossinum kleift að sinna verkefnum sínum áfram.
Á myndinni eru þær Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.