Almennar fréttir
Hjóla hringinn til styrktar Hjálparsímanum
10. júní 2020
Agnes Andradóttir og Elin Ramette ætla að hjóla hringinn í kringum Ísland næsta mánuðinn til styrktar Hjálparsíma Rauða krossins, 1717.
Agnes Andradóttir og Elin Ramette ætla að hjóla hringinn í kringum Ísland næsta mánuðinn til styrktar Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Þær lögðu af stað í upphafi vikunnar og stefna á að vera á ferðalagi næsta mánuðinn.
Agnes og Elín ætla að safna áheitum og styrkja þannig Hjálparsíma Rauða krossins og netspjallið, en í gegnum Covid-faraldurinn jókst álagið á þjónustuna gríðarlega. Hjálparsíminn er alltaf opinn og veitir sálrænan stuðning án endurgjalds.
Þær segja að Rauði krossinn sé mikilvægur partur af lífi þeirra beggja. \"Við höfum báðar verið sjálfboðaliðar, Agnes að kenna útlendingum (og sjálfri sér í leiðinni) íslensku og Elín í margskonar verkefnum. Þegar við ákváðum að safna fyrir góðum málstað með ferðinni okkar vorum við því ekki lengi að ákveða. Rauði krossinn skal það vera.\"
Þær vilja einnig vekja athygli á umhverfisvænum ferðamáta og hvetja landsmenn til þess að vera út í náttúrunni.
Rauði krossinn þakkar þessum frábæru stelpum fyrir þetta hugulsama og frumlega framtak. Þetta mun sannarlega styrkja Hjálparsímann 1717 og netspjallið. Rauði krossinn hvetur landsmenn til þess að taka þátt í söfnuninni og styðja þannig við þessa mikilvægu þjónustu.
- Fylgstu með ferðalaginu á facebook síðu Grænu hringekjunnar!
- Gefa til söfnuninnar
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.