Almennar fréttir
Krónan styrkir Konukot og Frú Ragnheiði
03. janúar 2020
Fyrir jól styrkti Krónan tvö verkefni Rauða krossins en viðskiptavinir verslunarinnar völdu þau.
Viðskiptavinir Krónunnar tóku þátt í að tilnefna styrkþega úr góðgerðarstyrktarsjóði Krónunnar í ár á samfélagsmiðlum. Fjöldi samtaka var tilnefndur en tvö verkefni Rauða krossins fengu flestar tilnefningar; Konukot, neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur, og verkefnið Frú Ragnheiður sem hefur það að markmiði að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu og að bjóða þeim upp á skaðaminnkandi þjónustu. Verkefnin fengu veglegan peningastyrk til að standa straum af starfsemi sinni.
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar afhenti Árna Gunnarssyni formanni Rauða krossins í Reykjavík styrkina í húsakynnum Rauða krossins fyrir jól.
Krónan styrkti einnig ellefu önnur samtök sem sinna matarúthlutun fyrir jólin og starfa í nærumhverfi Krónunnar.
Rauði krossinn þakkar Krónunni og viðskiptavinum fyrir þetta veglega framlag til verkefnanna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.