Almennar fréttir
Krónan styrkir Konukot og Frú Ragnheiði
03. janúar 2020
Fyrir jól styrkti Krónan tvö verkefni Rauða krossins en viðskiptavinir verslunarinnar völdu þau.
Viðskiptavinir Krónunnar tóku þátt í að tilnefna styrkþega úr góðgerðarstyrktarsjóði Krónunnar í ár á samfélagsmiðlum. Fjöldi samtaka var tilnefndur en tvö verkefni Rauða krossins fengu flestar tilnefningar; Konukot, neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur, og verkefnið Frú Ragnheiður sem hefur það að markmiði að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu og að bjóða þeim upp á skaðaminnkandi þjónustu. Verkefnin fengu veglegan peningastyrk til að standa straum af starfsemi sinni.
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar afhenti Árna Gunnarssyni formanni Rauða krossins í Reykjavík styrkina í húsakynnum Rauða krossins fyrir jól.
Krónan styrkti einnig ellefu önnur samtök sem sinna matarúthlutun fyrir jólin og starfa í nærumhverfi Krónunnar.
Rauði krossinn þakkar Krónunni og viðskiptavinum fyrir þetta veglega framlag til verkefnanna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.