Almennar fréttir
Krónan styrkir Konukot og Frú Ragnheiði
03. janúar 2020
Fyrir jól styrkti Krónan tvö verkefni Rauða krossins en viðskiptavinir verslunarinnar völdu þau.
Viðskiptavinir Krónunnar tóku þátt í að tilnefna styrkþega úr góðgerðarstyrktarsjóði Krónunnar í ár á samfélagsmiðlum. Fjöldi samtaka var tilnefndur en tvö verkefni Rauða krossins fengu flestar tilnefningar; Konukot, neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur, og verkefnið Frú Ragnheiður sem hefur það að markmiði að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu og að bjóða þeim upp á skaðaminnkandi þjónustu. Verkefnin fengu veglegan peningastyrk til að standa straum af starfsemi sinni.
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar afhenti Árna Gunnarssyni formanni Rauða krossins í Reykjavík styrkina í húsakynnum Rauða krossins fyrir jól.
Krónan styrkti einnig ellefu önnur samtök sem sinna matarúthlutun fyrir jólin og starfa í nærumhverfi Krónunnar.
Rauði krossinn þakkar Krónunni og viðskiptavinum fyrir þetta veglega framlag til verkefnanna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.