Almennar fréttir
Krónan styrkir Konukot og Frú Ragnheiði
03. janúar 2020
Fyrir jól styrkti Krónan tvö verkefni Rauða krossins en viðskiptavinir verslunarinnar völdu þau.
Viðskiptavinir Krónunnar tóku þátt í að tilnefna styrkþega úr góðgerðarstyrktarsjóði Krónunnar í ár á samfélagsmiðlum. Fjöldi samtaka var tilnefndur en tvö verkefni Rauða krossins fengu flestar tilnefningar; Konukot, neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur, og verkefnið Frú Ragnheiður sem hefur það að markmiði að ná til jaðarsettra hópa í samfélaginu og að bjóða þeim upp á skaðaminnkandi þjónustu. Verkefnin fengu veglegan peningastyrk til að standa straum af starfsemi sinni.
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar afhenti Árna Gunnarssyni formanni Rauða krossins í Reykjavík styrkina í húsakynnum Rauða krossins fyrir jól.
Krónan styrkti einnig ellefu önnur samtök sem sinna matarúthlutun fyrir jólin og starfa í nærumhverfi Krónunnar.
Rauði krossinn þakkar Krónunni og viðskiptavinum fyrir þetta veglega framlag til verkefnanna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.