Almennar fréttir
Lykilskilaboð og\r\nforvarnaraðgerðir\r\nvegna COVID-19 í\r\nskólum
16. mars 2020
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, UNICEF og Rauða krossins um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum.
Af vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins:
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, UNICEF og Rauða krossins um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum. Í þeim eru settar fram skýrar og framkvæmanlegar leiðbeiningar um öruggar aðgerðir sem tengjast því að koma í veg fyrir smit, greina það snemma og verjast COVID-19 í skólum og öðrum menntastofnunum. Þýðingin var unnin af þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins og staðfærð í samvinnu við embætti landlæknis.
Með því veita upplýsingar og fræða um staðreyndir um COVID-19 má draga úr ótta og kvíða nemenda varðandi sjúkdóminn. Í þessum leiðbeiningum eru sett fram lykilskilaboð og atriði fyrir skólastjórnendur, kennara og starfsfólk skóla, foreldra, umönnunaraðila og almenning, sem og börnin sjálf, til að þau geti tekið þátt í að efla öryggi og heilbrigði innan skólanna.
Fræðsla getur hvatt nemendur til að tala fyrir forvörnum gegn sjúkdómum heima fyrir, í skólum og í samfélaginu með því að ræða við aðra um hvernig koma má í veg fyrir útbreiðslu þeirra. Í leiðbeiningunum er einnig að finna ýmsa gátlista og hugmyndir að heilbrigðisfræðslu fyrir ólíka aldurshópa.
Meðal þess sem fjallað er um og hvatt til við foreldra, umönnunaraðila og almenning er:
- Að kynna sér nýjustu staðreyndir og varast falsfréttir eða sögusagnir sem kunna að vera í umferð.
- Að halda heilbrigðum börnum í skóla og kenna þeim góðar hreinlætisvenjur.
- Að hjálpa börnum og ungmennum að ráða við streitu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.