Almennar fréttir
Lykilskilaboð og\r\nforvarnaraðgerðir\r\nvegna COVID-19 í\r\nskólum
16. mars 2020
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, UNICEF og Rauða krossins um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum.
Af vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins:
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, UNICEF og Rauða krossins um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum. Í þeim eru settar fram skýrar og framkvæmanlegar leiðbeiningar um öruggar aðgerðir sem tengjast því að koma í veg fyrir smit, greina það snemma og verjast COVID-19 í skólum og öðrum menntastofnunum. Þýðingin var unnin af þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins og staðfærð í samvinnu við embætti landlæknis.
Með því veita upplýsingar og fræða um staðreyndir um COVID-19 má draga úr ótta og kvíða nemenda varðandi sjúkdóminn. Í þessum leiðbeiningum eru sett fram lykilskilaboð og atriði fyrir skólastjórnendur, kennara og starfsfólk skóla, foreldra, umönnunaraðila og almenning, sem og börnin sjálf, til að þau geti tekið þátt í að efla öryggi og heilbrigði innan skólanna.
Fræðsla getur hvatt nemendur til að tala fyrir forvörnum gegn sjúkdómum heima fyrir, í skólum og í samfélaginu með því að ræða við aðra um hvernig koma má í veg fyrir útbreiðslu þeirra. Í leiðbeiningunum er einnig að finna ýmsa gátlista og hugmyndir að heilbrigðisfræðslu fyrir ólíka aldurshópa.
Meðal þess sem fjallað er um og hvatt til við foreldra, umönnunaraðila og almenning er:
- Að kynna sér nýjustu staðreyndir og varast falsfréttir eða sögusagnir sem kunna að vera í umferð.
- Að halda heilbrigðum börnum í skóla og kenna þeim góðar hreinlætisvenjur.
- Að hjálpa börnum og ungmennum að ráða við streitu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.