Almennar fréttir
Lykilskilaboð og\r\nforvarnaraðgerðir\r\nvegna COVID-19 í\r\nskólum
16. mars 2020
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, UNICEF og Rauða krossins um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum.
Af vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins:
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur gefið út leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, UNICEF og Rauða krossins um lykilskilaboð og forvarnaraðgerðir vegna COVID-19 í skólum. Í þeim eru settar fram skýrar og framkvæmanlegar leiðbeiningar um öruggar aðgerðir sem tengjast því að koma í veg fyrir smit, greina það snemma og verjast COVID-19 í skólum og öðrum menntastofnunum. Þýðingin var unnin af þýðingarmiðstöð utanríkisráðuneytisins og staðfærð í samvinnu við embætti landlæknis.
Með því veita upplýsingar og fræða um staðreyndir um COVID-19 má draga úr ótta og kvíða nemenda varðandi sjúkdóminn. Í þessum leiðbeiningum eru sett fram lykilskilaboð og atriði fyrir skólastjórnendur, kennara og starfsfólk skóla, foreldra, umönnunaraðila og almenning, sem og börnin sjálf, til að þau geti tekið þátt í að efla öryggi og heilbrigði innan skólanna.
Fræðsla getur hvatt nemendur til að tala fyrir forvörnum gegn sjúkdómum heima fyrir, í skólum og í samfélaginu með því að ræða við aðra um hvernig koma má í veg fyrir útbreiðslu þeirra. Í leiðbeiningunum er einnig að finna ýmsa gátlista og hugmyndir að heilbrigðisfræðslu fyrir ólíka aldurshópa.
Meðal þess sem fjallað er um og hvatt til við foreldra, umönnunaraðila og almenning er:
- Að kynna sér nýjustu staðreyndir og varast falsfréttir eða sögusagnir sem kunna að vera í umferð.
- Að halda heilbrigðum börnum í skóla og kenna þeim góðar hreinlætisvenjur.
- Að hjálpa börnum og ungmennum að ráða við streitu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.