Almennar fréttir
Neyðarsöfnun fyrir Beirút lokið
14. ágúst 2020
Samtals söfnuðust 16.224.530 kr. og alls lögðu 1.752 einstaklingar, samtök og fyrirtæki henni lið auk átta milljóna sem koma frá utanríkisráðuneytinu
Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hamfarasprenginga í Beirút er lokið. Samtals söfnuðust 16.224.530 kr. og alls lögðu 1.752 einstaklingar, samtök og fyrirtæki henni lið auk átta milljóna sem koma frá utanríkisráðuneytinu
„Við erum mjög þakklát fyrir þau góðu viðbrögð og skilning sem landsmenn hafa sýnt íbúum Líbanon á þessum erfiðu tímum“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. Allt söfnunarféð rennur beint til lífsbjargandi verkefna Rauða krossins í Líbanon sem mun vinna að nauðsynlegu uppbyggingarstarf í kjölfar sprenginganna sem sviptu a.m.k. 178 lífinu. Um 6000 slösuðust og um 300.000 urðu heimilislaus.
Atli Viðar segir að framundan sé flókið verkefni sem lúti af því að mæta þörfum þolenda og útvega meðal annars fæði, lyf og húsaskjól, tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu og veita fólki sálrænan stuðning. Á sama tíma þarf að hefta frekari útbreiðslu COVID-19, en faraldurinn gerir allt hjálparstarf erfiðara og flóknara á vettvangi.
Rauði krossinn þakkar almenningi og utanríkisráðuneytinu innilega fyrir stuðningin við þolendur í Beirút.
Mikael Kári Jóhannsson og Hjalti Guðmundsson gáfu 29.500 kr.
Bjarndís Olga Hansen og Ólafur Elías Ottósson Schiöth söfnuðu 8300 kr.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.