Almennar fréttir
Nýtt neyslurými opnað í Borgartúni: Stórt skref í skaðaminnkun
12. apríl 2024
Eftir langa bið er loksins að koma upp nýtt neyslurými sem staðsett verður í Borgartúni. Þetta er mikilvægt skref í skaðaminnkun og fagnaðarefni fyrir samfélagið, segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum.
Aðstæður vímuefnanotenda hafa versnað mikið síðustu mánuði eftir að eina neyslurými landsins var lokað. Því er opnun nýja rýmisins í Borgartúni mjög vænt fyrir þessa hópa.
Terra einingar hafa styrkt verkefnið með því að gefa húsnæði til eins árs. Þetta verkefni byggir á góðri reynslu sem fékkst úr Ylju, neyslurými Rauða krossins sem starfrækt var í bíl frá 2022 til 2023.
Hafrún segir að notendur hafi verið neyddir til að nota vímuefni í óöruggum aðstæðum, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu þeirra. Húsnæðið sem nú verður opnað í Borgartúni er rúmir hundrað fermetrar, sem er mun stærra en bíllinn sem var notaður áður.
„Við vonumst eftir því að í þessu rými getum við boðið upp á, í mesta lagi, átta manns að koma í einu,“ segir Hafrún. „Þetta er mjög stór áfangi í skaðaminnkun á Íslandi og gríðarlega mikilvægt fyrir þjónustuþega okkar.“
Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri Höfuðborgardeildar Rauða krossins, segir ákvörðun borgaryfirvalda, Sjúkratrygginga Íslands og Landlæknis jákvætt skref í átt að skaðaminnkun og gleðilegt sé að sá hópur sem fæstir veita athygli fái nú lífsbjargandi aðstöðu og um leið aðstoð vegna smásýkinga sem valdið hafa einstaklinga miklum veikindum. Það er von okkar að neyslurýmið hjálpi til við að koma fyrr í veg fyrir slæmar sýkingar í þessum hópi.
Þetta er mjög mikið og stórt fagnaðarefni fyrir alla sem eru að vinna að skaðaminnkun og betri aðstæðum fyrir vímuefnanotendur á Íslandi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.