Almennar fréttir
Óskað eftir sjálfboðaliðum til að sinna íslenskukennslu
11. september 2020
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að áhugasömum og duglegum sjálfboðaliðum til að sinna íslenskukennslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að áhugasömum og duglegum sjálfboðaliðum til að sinna íslenskukennslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Íslenskukennslan er hluti af Félagsstarfi hælisleitenda sem miðar að því að auka virkni þátttakenda og draga úr félagslegri einangrun.
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins að Strandgötu 24, Hafnarfirði (nánari tímasetning ákveðin síðar og í samráði við sjálfboðaliða).
Áhugasamir þurfa að hafa reynslu af kennslu og eru beðnir um að hafa samband við Evu Dögg í evadogg@redcross.is eða síma 775-7758 sem fyrst.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.