Almennar fréttir
Óskað eftir sjálfboðaliðum til að sinna íslenskukennslu
11. september 2020
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að áhugasömum og duglegum sjálfboðaliðum til að sinna íslenskukennslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ leitar að áhugasömum og duglegum sjálfboðaliðum til að sinna íslenskukennslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Íslenskukennslan er hluti af Félagsstarfi hælisleitenda sem miðar að því að auka virkni þátttakenda og draga úr félagslegri einangrun.
Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins að Strandgötu 24, Hafnarfirði (nánari tímasetning ákveðin síðar og í samráði við sjálfboðaliða).
Áhugasamir þurfa að hafa reynslu af kennslu og eru beðnir um að hafa samband við Evu Dögg í evadogg@redcross.is eða síma 775-7758 sem fyrst.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.