Almennar fréttir
Perlaðar myndir og frjáls framlög
18. júní 2020
Vinirnir Stefán Berg, Sigmundur Ævar, Óðinn Helgi og Hilmar Marinó gengu í hús á Akureyri og söfnuðu peningi til styrktar Rauða krossinum
Þeir Stefán Berg Jóhannsson, Sigmundur Ævar Ármannsson, Óðinn Helgi Harðarson og Hilmar Marinó Arnarsson gengu á dögunum í hús á Akureyri og söfnuðu peningi til styrktar Rauða krossinum. Þeir tóku bæði við frjálsum framlögum en seldu einng perlaðar myndir sem þeir höfðu sjálfir búið til. Þessir framtakssömu drengir söfnuðu samtals 17.068 krónum og afhentu starfsfólki Eyjafjarðardeildar upphæðina. Við þökkum þeir kærlega fyrir sitt framlag til mannúðarmála.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.