Almennar fréttir
Rauðakrossbúðin á Laugarvegi 12 færir sig um 10 skref
06. júlí 2020
Verið hjartanlega velkomin í nýja og glæsilega verslun
Hin geisivinsæla Rauðakrossbúð við Laugarveg 12 opnar á nýjum stað, nánar tiltekið í húsinu við hliðiná.
Elsa, Guðbjörg og Hildur, starfsmenn fataverkefnis Rauða krossins unnu hörðum höndum við að standsetja búðina á mettíma.
Guðbjörg, Hildur og Elsa
Við bjóðum alla velkomna í nýju glæsilegu verslunina. Fullt af gersemum á góðu verði!
Búðin er opin mánudaga til föstudaga kl. 10-18, helgar 12-16.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.