Almennar fréttir
Rauði krossinn á Íslandi kynnir sjálfbærnisjóð á loftslagsráðstefnu IFRC
09. september 2020
IFRC stendur fyrir Climate:Red Summit ráðstefnunni á netinu 9. og 10. september. Þar verður rætt um áhrif loftlagsbreytinga á hjálparstarf, sem er ein stærsta áskorunin þegar kemur að stefnumótun landsfélaganna.
IFRC (Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans) stendur fyrir Climate:Red Summit ráðstefnunni á netinu í dag og á morgun, 9. og 10. september. Rætt verður um áhrif loftlagsbreytinga á hjálparstarf, sem er ein stærsta áskorunin þegar kemur að stefnumótun landsfélaganna.
Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í samkeppni „Climate:Red Innovation Competition“ þar sem valið var á milli 200 verkefna frá 60 landsfélögum og var verkefni Rauða krossins á Íslandi eitt af tíu verkefnum sem voru valin til þess að vera kynnt á ráðstefnunni og keppa um verðlaun.
Á fimmtudaginn kl. 11.30 mun Björg Kjartansdóttir sviðsstjóri fjárölfunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi kynna nýtt og spennandi verkefni um stofnun sjálfbærnisjóðs Rauða krossins á Íslandi, sem er fyrstur sinnar tegundar. Sjóðnum, sem er í undirbúningi, er ætlað að stuðla að sjálfbærri fjármögnun verkefna í þróunarsamvinnu Rauða krossins á Íslandi, auka fjármögnun einkageirans í þróunarverkefnum á vegum Rauða krossins sem hafa jákvæð áhrif í baráttu við loftlagsvána, stuðla að sjálfbærni og raungera Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Fjöldi fólks talar á ráðstefnunni. Þar má nefna Hon. Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladesh, Karl Bretaprins auk ýmissa sérfræðinga í málefninu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.