Almennar fréttir
Rauði krossinn á Íslandi kynnir sjálfbærnisjóð á loftslagsráðstefnu IFRC
09. september 2020
IFRC stendur fyrir Climate:Red Summit ráðstefnunni á netinu 9. og 10. september. Þar verður rætt um áhrif loftlagsbreytinga á hjálparstarf, sem er ein stærsta áskorunin þegar kemur að stefnumótun landsfélaganna.
IFRC (Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans) stendur fyrir Climate:Red Summit ráðstefnunni á netinu í dag og á morgun, 9. og 10. september. Rætt verður um áhrif loftlagsbreytinga á hjálparstarf, sem er ein stærsta áskorunin þegar kemur að stefnumótun landsfélaganna.
Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í samkeppni „Climate:Red Innovation Competition“ þar sem valið var á milli 200 verkefna frá 60 landsfélögum og var verkefni Rauða krossins á Íslandi eitt af tíu verkefnum sem voru valin til þess að vera kynnt á ráðstefnunni og keppa um verðlaun.
Á fimmtudaginn kl. 11.30 mun Björg Kjartansdóttir sviðsstjóri fjárölfunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi kynna nýtt og spennandi verkefni um stofnun sjálfbærnisjóðs Rauða krossins á Íslandi, sem er fyrstur sinnar tegundar. Sjóðnum, sem er í undirbúningi, er ætlað að stuðla að sjálfbærri fjármögnun verkefna í þróunarsamvinnu Rauða krossins á Íslandi, auka fjármögnun einkageirans í þróunarverkefnum á vegum Rauða krossins sem hafa jákvæð áhrif í baráttu við loftlagsvána, stuðla að sjálfbærni og raungera Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Fjöldi fólks talar á ráðstefnunni. Þar má nefna Hon. Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladesh, Karl Bretaprins auk ýmissa sérfræðinga í málefninu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.