Almennar fréttir
Rauði krossinn á Íslandi kynnir sjálfbærnisjóð á loftslagsráðstefnu IFRC
09. september 2020
IFRC stendur fyrir Climate:Red Summit ráðstefnunni á netinu 9. og 10. september. Þar verður rætt um áhrif loftlagsbreytinga á hjálparstarf, sem er ein stærsta áskorunin þegar kemur að stefnumótun landsfélaganna.
IFRC (Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans) stendur fyrir Climate:Red Summit ráðstefnunni á netinu í dag og á morgun, 9. og 10. september. Rætt verður um áhrif loftlagsbreytinga á hjálparstarf, sem er ein stærsta áskorunin þegar kemur að stefnumótun landsfélaganna.
Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í samkeppni „Climate:Red Innovation Competition“ þar sem valið var á milli 200 verkefna frá 60 landsfélögum og var verkefni Rauða krossins á Íslandi eitt af tíu verkefnum sem voru valin til þess að vera kynnt á ráðstefnunni og keppa um verðlaun.
Á fimmtudaginn kl. 11.30 mun Björg Kjartansdóttir sviðsstjóri fjárölfunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi kynna nýtt og spennandi verkefni um stofnun sjálfbærnisjóðs Rauða krossins á Íslandi, sem er fyrstur sinnar tegundar. Sjóðnum, sem er í undirbúningi, er ætlað að stuðla að sjálfbærri fjármögnun verkefna í þróunarsamvinnu Rauða krossins á Íslandi, auka fjármögnun einkageirans í þróunarverkefnum á vegum Rauða krossins sem hafa jákvæð áhrif í baráttu við loftlagsvána, stuðla að sjálfbærni og raungera Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Fjöldi fólks talar á ráðstefnunni. Þar má nefna Hon. Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladesh, Karl Bretaprins auk ýmissa sérfræðinga í málefninu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.