Almennar fréttir
Rauði krossinn á Íslandi kynnir sjálfbærnisjóð á loftslagsráðstefnu IFRC
09. september 2020
IFRC stendur fyrir Climate:Red Summit ráðstefnunni á netinu 9. og 10. september. Þar verður rætt um áhrif loftlagsbreytinga á hjálparstarf, sem er ein stærsta áskorunin þegar kemur að stefnumótun landsfélaganna.
IFRC (Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans) stendur fyrir Climate:Red Summit ráðstefnunni á netinu í dag og á morgun, 9. og 10. september. Rætt verður um áhrif loftlagsbreytinga á hjálparstarf, sem er ein stærsta áskorunin þegar kemur að stefnumótun landsfélaganna.
Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í samkeppni „Climate:Red Innovation Competition“ þar sem valið var á milli 200 verkefna frá 60 landsfélögum og var verkefni Rauða krossins á Íslandi eitt af tíu verkefnum sem voru valin til þess að vera kynnt á ráðstefnunni og keppa um verðlaun.
Á fimmtudaginn kl. 11.30 mun Björg Kjartansdóttir sviðsstjóri fjárölfunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi kynna nýtt og spennandi verkefni um stofnun sjálfbærnisjóðs Rauða krossins á Íslandi, sem er fyrstur sinnar tegundar. Sjóðnum, sem er í undirbúningi, er ætlað að stuðla að sjálfbærri fjármögnun verkefna í þróunarsamvinnu Rauða krossins á Íslandi, auka fjármögnun einkageirans í þróunarverkefnum á vegum Rauða krossins sem hafa jákvæð áhrif í baráttu við loftlagsvána, stuðla að sjálfbærni og raungera Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Fjöldi fólks talar á ráðstefnunni. Þar má nefna Hon. Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladesh, Karl Bretaprins auk ýmissa sérfræðinga í málefninu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.