Almennar fréttir
Rauði krossinn fagnar ákvörðun háskólaráðs Háskóla Íslands um að hætta aldursgreiningum
11. mars 2020
Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert athugasemdir við aldursgreiningar á vegum Útlendingastofnunar.
Rauði krossinn fagnar ákvörðun Háskólaráðs Íslands um að hætta aldursgreiningum.
Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert athugasemdir við aldursgreiningar á vegum Útlendingastofnunar, en vísindamenn og fjölmargar stofnanir sem snerta á málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa margoft lýst áhyggjum yfir áreiðanleika slíkra rannsókna.
Rauði krossinn hefur bent á að þeim aðferðum sem hefur verið beitt hér á landi við greiningu á aldri umsækjenda um alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði reglugerðar um útlendinga þar sem fram kemur að við greiningu á aldri skuli fara fram heildstætt mat á aðstæðum einstaklings og frásögn hans af ævi sinni. Niðurstöður tanngreininga í máli umsækjenda geta til að mynda aldrei verið nema einn þáttur í heildarmati á aldri þeirra.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.