Almennar fréttir
Rauði krossinn fagnar ákvörðun háskólaráðs Háskóla Íslands um að hætta aldursgreiningum
11. mars 2020
Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert athugasemdir við aldursgreiningar á vegum Útlendingastofnunar.
Rauði krossinn fagnar ákvörðun Háskólaráðs Íslands um að hætta aldursgreiningum.
Rauði krossinn hefur um alllangt skeið gert athugasemdir við aldursgreiningar á vegum Útlendingastofnunar, en vísindamenn og fjölmargar stofnanir sem snerta á málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa margoft lýst áhyggjum yfir áreiðanleika slíkra rannsókna.
Rauði krossinn hefur bent á að þeim aðferðum sem hefur verið beitt hér á landi við greiningu á aldri umsækjenda um alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði reglugerðar um útlendinga þar sem fram kemur að við greiningu á aldri skuli fara fram heildstætt mat á aðstæðum einstaklings og frásögn hans af ævi sinni. Niðurstöður tanngreininga í máli umsækjenda geta til að mynda aldrei verið nema einn þáttur í heildarmati á aldri þeirra.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.