Almennar fréttir
Rauði krossinn viðstaddur á upplýsingafundi almannavarna
31. mars 2020
Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins var gestur á upplýsingafundi almannavarna í gær.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins var gestur á upplýsingafundi almannavarna í gær.
Hún sagði m.a. frá starfi Rauða krossins sem hefur breyst nokkuð núna sl. vikur. Sjálfboðaliðarnir okkar eru ómetanlegir og hafa brugðist vel við breyttum og auknum verkefnum.
Þá hefur Rauði krossinn einbeitt sér að fræðslu og stuðningi við jaðarsetta hópa og aukið stuðning við Hjálparsímann 1717, en hann er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Fréttir af starfinu eru reglulega settar inn á Facebook , Twitter og Instagram.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.