Almennar fréttir
Rauði krossinn viðstaddur á upplýsingafundi almannavarna
31. mars 2020
Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins var gestur á upplýsingafundi almannavarna í gær.
Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins var gestur á upplýsingafundi almannavarna í gær.
Hún sagði m.a. frá starfi Rauða krossins sem hefur breyst nokkuð núna sl. vikur. Sjálfboðaliðarnir okkar eru ómetanlegir og hafa brugðist vel við breyttum og auknum verkefnum.
Þá hefur Rauði krossinn einbeitt sér að fræðslu og stuðningi við jaðarsetta hópa og aukið stuðning við Hjálparsímann 1717, en hann er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Fréttir af starfinu eru reglulega settar inn á Facebook , Twitter og Instagram.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.