Almennar fréttir
Ríkislögreglustjóri starfrækir þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri
21. janúar 2020
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að starfrækja þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri vegna snjóflóðanna 14. janúar 2020.
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustóra:
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að starfrækja þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri vegna snjóflóðanna 14. janúar 2020.
Á Flateyri verður þjónustumiðstöðin opin í Gunnukaffi/Félagsbæ eins og hér segir:
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 klukkan 11 – 15
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 klukkan 11- 14
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 klukkan 14 – 18
Á Suðureyri verður þjónustumiðstöðin opin í Félagsheimilinu eins og hér segir:
Miðvikudagur 22. janúar 2020 klukkan 15 – 18
Fimmtudaginn 23. janúar klukkan 11 – 13
Þjónustumiðstöðvar eru opnaðar þegar ljóst er að snjóflóð hefur áhrif á íbúa, byggð, umhverfi og eignir í nágrenni flóðasvæðis.
Samkvæmt 14. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 er ríkislögreglustjóra heimilt, þegar hættu ber að garði eða hún um garð gengin, að stofna tímabundið þjónustumiðstöð vegna tiltekinnar hættu eða hættuástands.
Verkefni þjónustumiðstöðvar skulu m.a. felast í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og hin tiltekna hætta hefur haft önnur bein áhrif á. Auk þess skal þjónustumiðstöðin, í samvinnu við hlutaðeigandi almannavarnanefndir, annast samskipti við fjölmiðla vegna aðgerða sem gripið er til hverju sinni.
Hægt er að hafa samband við þjónustumiðstöðina í síma 8580095 og 8580092 og í netfangið midstod@rls.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.