Almennar fréttir
Ríkislögreglustjóri starfrækir þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri
21. janúar 2020
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að starfrækja þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri vegna snjóflóðanna 14. janúar 2020.
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustóra:
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að starfrækja þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri vegna snjóflóðanna 14. janúar 2020.
Á Flateyri verður þjónustumiðstöðin opin í Gunnukaffi/Félagsbæ eins og hér segir:
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 klukkan 11 – 15
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 klukkan 11- 14
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 klukkan 14 – 18
Á Suðureyri verður þjónustumiðstöðin opin í Félagsheimilinu eins og hér segir:
Miðvikudagur 22. janúar 2020 klukkan 15 – 18
Fimmtudaginn 23. janúar klukkan 11 – 13
Þjónustumiðstöðvar eru opnaðar þegar ljóst er að snjóflóð hefur áhrif á íbúa, byggð, umhverfi og eignir í nágrenni flóðasvæðis.
Samkvæmt 14. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 er ríkislögreglustjóra heimilt, þegar hættu ber að garði eða hún um garð gengin, að stofna tímabundið þjónustumiðstöð vegna tiltekinnar hættu eða hættuástands.
Verkefni þjónustumiðstöðvar skulu m.a. felast í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og hin tiltekna hætta hefur haft önnur bein áhrif á. Auk þess skal þjónustumiðstöðin, í samvinnu við hlutaðeigandi almannavarnanefndir, annast samskipti við fjölmiðla vegna aðgerða sem gripið er til hverju sinni.
Hægt er að hafa samband við þjónustumiðstöðina í síma 8580095 og 8580092 og í netfangið midstod@rls.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.