Almennar fréttir
Ríkislögreglustjóri starfrækir þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri
21. janúar 2020
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að starfrækja þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri vegna snjóflóðanna 14. janúar 2020.
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustóra:
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að starfrækja þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri vegna snjóflóðanna 14. janúar 2020.
Á Flateyri verður þjónustumiðstöðin opin í Gunnukaffi/Félagsbæ eins og hér segir:
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 klukkan 11 – 15
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 klukkan 11- 14
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 klukkan 14 – 18
Á Suðureyri verður þjónustumiðstöðin opin í Félagsheimilinu eins og hér segir:
Miðvikudagur 22. janúar 2020 klukkan 15 – 18
Fimmtudaginn 23. janúar klukkan 11 – 13
Þjónustumiðstöðvar eru opnaðar þegar ljóst er að snjóflóð hefur áhrif á íbúa, byggð, umhverfi og eignir í nágrenni flóðasvæðis.
Samkvæmt 14. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 er ríkislögreglustjóra heimilt, þegar hættu ber að garði eða hún um garð gengin, að stofna tímabundið þjónustumiðstöð vegna tiltekinnar hættu eða hættuástands.
Verkefni þjónustumiðstöðvar skulu m.a. felast í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og hin tiltekna hætta hefur haft önnur bein áhrif á. Auk þess skal þjónustumiðstöðin, í samvinnu við hlutaðeigandi almannavarnanefndir, annast samskipti við fjölmiðla vegna aðgerða sem gripið er til hverju sinni.
Hægt er að hafa samband við þjónustumiðstöðina í síma 8580095 og 8580092 og í netfangið midstod@rls.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mannúðaraðstoð að hruni kominn á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.