Almennar fréttir
Ríkislögreglustjóri starfrækir þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri
21. janúar 2020
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að starfrækja þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri vegna snjóflóðanna 14. janúar 2020.
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustóra:
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að starfrækja þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri vegna snjóflóðanna 14. janúar 2020.
Á Flateyri verður þjónustumiðstöðin opin í Gunnukaffi/Félagsbæ eins og hér segir:
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 klukkan 11 – 15
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 klukkan 11- 14
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 klukkan 14 – 18
Á Suðureyri verður þjónustumiðstöðin opin í Félagsheimilinu eins og hér segir:
Miðvikudagur 22. janúar 2020 klukkan 15 – 18
Fimmtudaginn 23. janúar klukkan 11 – 13
Þjónustumiðstöðvar eru opnaðar þegar ljóst er að snjóflóð hefur áhrif á íbúa, byggð, umhverfi og eignir í nágrenni flóðasvæðis.
Samkvæmt 14. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 er ríkislögreglustjóra heimilt, þegar hættu ber að garði eða hún um garð gengin, að stofna tímabundið þjónustumiðstöð vegna tiltekinnar hættu eða hættuástands.
Verkefni þjónustumiðstöðvar skulu m.a. felast í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og hin tiltekna hætta hefur haft önnur bein áhrif á. Auk þess skal þjónustumiðstöðin, í samvinnu við hlutaðeigandi almannavarnanefndir, annast samskipti við fjölmiðla vegna aðgerða sem gripið er til hverju sinni.
Hægt er að hafa samband við þjónustumiðstöðina í síma 8580095 og 8580092 og í netfangið midstod@rls.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.