Almennar fréttir
Ríkislögreglustjóri starfrækir þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri
21. janúar 2020
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að starfrækja þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri vegna snjóflóðanna 14. janúar 2020.
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustóra:
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að starfrækja þjónustumiðstöðvar almannavarna á Flateyri og á Suðureyri vegna snjóflóðanna 14. janúar 2020.
Á Flateyri verður þjónustumiðstöðin opin í Gunnukaffi/Félagsbæ eins og hér segir:
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 klukkan 11 – 15
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 klukkan 11- 14
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 klukkan 14 – 18
Á Suðureyri verður þjónustumiðstöðin opin í Félagsheimilinu eins og hér segir:
Miðvikudagur 22. janúar 2020 klukkan 15 – 18
Fimmtudaginn 23. janúar klukkan 11 – 13
Þjónustumiðstöðvar eru opnaðar þegar ljóst er að snjóflóð hefur áhrif á íbúa, byggð, umhverfi og eignir í nágrenni flóðasvæðis.
Samkvæmt 14. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008 er ríkislögreglustjóra heimilt, þegar hættu ber að garði eða hún um garð gengin, að stofna tímabundið þjónustumiðstöð vegna tiltekinnar hættu eða hættuástands.
Verkefni þjónustumiðstöðvar skulu m.a. felast í upplýsingagjöf til almennings og þjónustu við þá aðila sem hafa orðið fyrir tjóni og hin tiltekna hætta hefur haft önnur bein áhrif á. Auk þess skal þjónustumiðstöðin, í samvinnu við hlutaðeigandi almannavarnanefndir, annast samskipti við fjölmiðla vegna aðgerða sem gripið er til hverju sinni.
Hægt er að hafa samband við þjónustumiðstöðina í síma 8580095 og 8580092 og í netfangið midstod@rls.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.