Almennar fréttir
Sameining deilda Rauða krossins í Reykjavík og Mosfellsbæ
28. maí 2020
Á nýliðnum aðalfundum Rauða krossins í Reykjavík og Rauða krossins í Mosfellsbæ var samþykkt að leggja niður deildirnar tvær og stofna nýja sameinaða deild.
Á nýliðnum aðalfundum Rauða krossins í Reykjavík og Rauða krossins í Mosfellsbæ var samþykkt að leggja niður deildirnar tvær og stofna nýja sameinaða deild. Í gær á velheppnuðum stofnfundi þessarar nýju deildar var ákveðið að hún skyldi heita Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu.
Í stjórn voru kosinn:
Árni Gunnarsson formaður
Stjórnarmenn til tveggja ára:
Herdís Rós Kjartansdóttir varaformaður
Sveinbjörn Finnsson gjaldkeri
Belinda Karlsdóttir
Edda Jónsdóttir
Stjórnarmenn til eins árs:
Auður Loftsdóttir
Helga Sif Friðjónsdóttir
Varamenn:
Jón Ásgeirsson og
Ólafur Ingólfsson
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.