Almennar fréttir
Sjálfbærnisjóður Rauða krossins hlýtur styrk
16. júní 2020
Rauði krossinn hlaut í dag styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka
Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Alls voru veittar 30 milljónir króna til 13 verkefna. Sjóðnum bárust 230 umsóknir.
Rauði krossinn mun nú hefja vinnu við sjálfbærnisjóð félagsins í samvinnu við Circular solutions.
Sjálfbærnisjóði Rauða krossins á Íslandi er ætlað að stuðla að sjálfbærri fjármögnun verkefna í þróunarsamvinnu Rauða krossins á Íslandi, auka fjármögnun einkageirans í þróunarverkefnum á vegum Rauða krossins sem hafa jákvæð áhrif í baráttu við loftlagsvánna, stuðla að sjálfbærni og raungera Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Unnin verður ferla- og fýsileikagreining á áhrifum verkefnanna og hvernig stuðningur við verkefni Rauða krossins getur sparað losun gróðurhúsalofttegunda ásamt því að hafa önnur umhverfisleg- og/eða félagsleg áhrif. Styrktaraðilar sjóðsins, þ.e. fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja verkefni Rauða krossins á þessum nýju forsendum, eiga geta treyst að styrkveitingin spari t.d. ákveðinn fjölda tonna CO2 í losun gróðurhúsalofttegunda eða hafi önnur félagsleg áhrif. Þá verður skoðaður fýsileiki þess að nýta áhrif þessara verkefna Rauða krossins til kolefnisjöfnunar fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Með stofnun Sjálfbærnisjóðs Rauða krossins á að gjörbylta nálgun á fjáröflun og fjárstuðning til verkefna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Ylja er „eins og gott knús“
Innanlandsstarf 06. maí 2025Samfélagið á Rás 1 heimsótti neyslurýmið Ylju sem Rauði krossinn rekur og ræddi við starfsfólk og konu sem nýtir sér þjónustuna sem þar býðst. Þátturinn gefur einstaklega góða innsýn í starfsemi Ylju og um gagnsemi úrræðisins.

Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“