Almennar fréttir
Sjálfbærnisjóður Rauða krossins hlýtur styrk
16. júní 2020
Rauði krossinn hlaut í dag styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka
Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Alls voru veittar 30 milljónir króna til 13 verkefna. Sjóðnum bárust 230 umsóknir.
Rauði krossinn mun nú hefja vinnu við sjálfbærnisjóð félagsins í samvinnu við Circular solutions.
Sjálfbærnisjóði Rauða krossins á Íslandi er ætlað að stuðla að sjálfbærri fjármögnun verkefna í þróunarsamvinnu Rauða krossins á Íslandi, auka fjármögnun einkageirans í þróunarverkefnum á vegum Rauða krossins sem hafa jákvæð áhrif í baráttu við loftlagsvánna, stuðla að sjálfbærni og raungera Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Unnin verður ferla- og fýsileikagreining á áhrifum verkefnanna og hvernig stuðningur við verkefni Rauða krossins getur sparað losun gróðurhúsalofttegunda ásamt því að hafa önnur umhverfisleg- og/eða félagsleg áhrif. Styrktaraðilar sjóðsins, þ.e. fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja verkefni Rauða krossins á þessum nýju forsendum, eiga geta treyst að styrkveitingin spari t.d. ákveðinn fjölda tonna CO2 í losun gróðurhúsalofttegunda eða hafi önnur félagsleg áhrif. Þá verður skoðaður fýsileiki þess að nýta áhrif þessara verkefna Rauða krossins til kolefnisjöfnunar fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Með stofnun Sjálfbærnisjóðs Rauða krossins á að gjörbylta nálgun á fjáröflun og fjárstuðning til verkefna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.