Almennar fréttir
Sjálfbærnisjóður Rauða krossins hlýtur styrk
16. júní 2020
Rauði krossinn hlaut í dag styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka
Íslandsbanki afhenti í dag styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Alls voru veittar 30 milljónir króna til 13 verkefna. Sjóðnum bárust 230 umsóknir.
Rauði krossinn mun nú hefja vinnu við sjálfbærnisjóð félagsins í samvinnu við Circular solutions.
Sjálfbærnisjóði Rauða krossins á Íslandi er ætlað að stuðla að sjálfbærri fjármögnun verkefna í þróunarsamvinnu Rauða krossins á Íslandi, auka fjármögnun einkageirans í þróunarverkefnum á vegum Rauða krossins sem hafa jákvæð áhrif í baráttu við loftlagsvánna, stuðla að sjálfbærni og raungera Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Unnin verður ferla- og fýsileikagreining á áhrifum verkefnanna og hvernig stuðningur við verkefni Rauða krossins getur sparað losun gróðurhúsalofttegunda ásamt því að hafa önnur umhverfisleg- og/eða félagsleg áhrif. Styrktaraðilar sjóðsins, þ.e. fyrirtæki og einstaklingar sem styrkja verkefni Rauða krossins á þessum nýju forsendum, eiga geta treyst að styrkveitingin spari t.d. ákveðinn fjölda tonna CO2 í losun gróðurhúsalofttegunda eða hafi önnur félagsleg áhrif. Þá verður skoðaður fýsileiki þess að nýta áhrif þessara verkefna Rauða krossins til kolefnisjöfnunar fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Með stofnun Sjálfbærnisjóðs Rauða krossins á að gjörbylta nálgun á fjáröflun og fjárstuðning til verkefna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.