Almennar fréttir
Skyndihjálparnámskeiðið Bjargvættir fyrir 12-16 ára verður haldið 11. júní
08. júní 2020
Námskeiðið er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 12-16 ára sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar
Námskeiðið er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 12-16 ára sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Námskeiðið verður haldið í Efstaleiti 9 þann 11. júní kl 16:00-19:00.
Þátttökugjald er 6.500 krónur.
SKRÁNING : skráið nafn og kennitölu barnsins áður en farið er á greiðslusíðu Valitors.
Skyndihjálparskírteini fyrir þátttöku er sótt rafrænt inni á síðunni okkar skyndihjalp.is, sjá hér https://skyndihjalp.is/skirteinid-mitt/
Nánari upplýsingar
Athugið að forsenda fyrir námskeiðinu er að þátttaka sé næg.
ATH! Þátttökugjald er ekki endurgreitt ef styttra en þrír dagar eru í námskeið og læknisvottorð liggur ekki fyrir.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.

Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga
Innanlandsstarf 01. september 2025Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.