Almennar fréttir
Söfnun CCP fyrir Rauða krossinn í Ástralíu
07. febrúar 2020
Spilarar EVE Online söfnuðu tæpum 14 milljónum króna vegna skógarelda í Ástralíu
Leikjafyrirtækið CCP fór af stað með söfnun meðal leikmanna EVE Online vegna skógarelda sem geisað hafa í Ástralíu. Söfnunin fór fram í leiknum sjálfum með gjaldmiðli leiksins, PLEX.
Alls söfnuðust 13.440.318 krónur til handa þolendum skógareldanna í Ástralíu.
Rauði krossinn á Íslandi tekur við fjárhæðinni en hún mun nýtast Rauða krossinum í Ástralíu sem staðið hefur í ströngu undanfarna mánuði og munu halda áfram næstu ár, enda mikið uppbyggingarstarf framundan.
„Aðstæður á ýmsum svæðum í Ástralíu eru hrikalegar eftir skógarelda sem hafa geisað og heimsbyggðin hefur fylgst með“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. „Sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins í Ástralíu hafa brugðist við með margs konar hætti; aðstoðað við rýmingar á svæðum, skráð fólk svo að ástvinir geti fundið hvern annan, veitt sálrænan stuðning enda um mjög erfiðar og langvarandi aðstæður að ræða, dreift mat, vatni og öðrum nauðsynlegum hjálpargögnum til fólks svo eitthvað sé nefnt. Það er ómetanlegt fyrir félög eins og Rauða krossinn að fá stuðning sem þennan sem spilarar EVE hafa veitt okkur“ segir Atli Viðar.
Söfnunarátakið hefur vakið töluverða athygli, ekki síst kaup Scott
Manley á sjaldæfu geimskipi í leiknum sem seldist fyrir rúmar 4 milljónir króna (33.000 USD). Í þessu myndbandi gerir Scott grein fyrir því hvað varð til þess að keypti skipið.
„Við vildum þakka þeim einstaklingum í samfélaginu sem hvöttu CCP til að endurvekja PLEX for GOOD til þess að aðstoða við hamfarirnar í Ástralíu, auk allra þeirra sem lögðu átakinu lið“ segir Dan Crone, samfélagsstjóri EVE Online. „Spilararnir veita okkur hjá CCP innblástur og gera okkur stolt á hverjum degi. Við trúum því að samfélagið okkar sé besta samfélag tölvuleikjaspilara á netinu.“
Á síðunni redcross.org.au/bushfirefunds má finna upplýsingar um það hvernig ástralski Rauði krossinn hyggst nýta það fjármagn sem borist hefur vegna hamfaranna.
Spilarar EVE Online hafa áður látið gott af sér leiða með þessum hætti, m.a. með tæplega 14 milljón króna framlagi til mannúðar- og hjálparstarfs í Nepal.
„Við erum ótrúlega ánægð með þetta mikilvæga framlag til mannúðarmála og þökkum CCP heilshugar fyrir framtakið“ segir Atli Viðar að lokum.
Á meðfylgjandi mynd eru Brent Hooper (CCP, tölfræðingur), Dan Crone (CCP, samfélagsfulltrúi EVE Online), Atli Viðar Thorstensen (Rauði krossinn, sviðstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs), Björg Kjartansdóttir (Rauði krossinn, sviðstjóri fjáröflunar- og kynningarmála), Kamil Wojtas (CCP, samfélagsstjóri EVE Online), Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir (CCP, útgáfustjóri) og Eyrún Jónsdóttir (CCP, markaðsstjóri).
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólk á Gaza sárbiður um hjálp
Alþjóðastarf 19. maí 2025Aukinn þungi hefur færst í hernaðaraðgerðir á Gaza síðustu daga og hundruð almennra borgara, sem skulu njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, verið drepin. „Mannúðaraðstoð má aldrei nota í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

„Við verðum að brýna raustina“
Almennar fréttir 13. maí 2025„Á tímum sem þessum getum við ekki staðið þögul hjá,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi. „Við verðum að brýna raustina og láta í okkur heyra, hvar sem færi gefst.“

Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.