Almennar fréttir
Sóttvarnarhús opnar að nýju í dag
14. júní 2020
Rauði krossinn opnar að nýju sóttavarnarhús við Rauðarárstíg í dag en einnig munu verða opnuð sóttvarnarhús á Akureyri og Egilsstöðum.
Rauði krossinn opnar að nýju sóttavarnarhús við Rauðarárstíg í dag. Sjúkratryggingar Íslands hafa einnig óskað eftir því að Rauði krossinn sjái um rekstur á slíkum húsum á Akureyri og Egilsstöðum en sóttvarnarhús var opnað í stuttan tíma í mars á Akureyri .
Rauði krossinn lokaði sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg í maí en mun nú starfrækja það að nýju þegar landamæri opnast. Fyrst um sinn munu sjálfboðaliðar sjá um vaktir í húsinu líkt og síðastliðna mánuði.
„Sjálfboðaliðar og starfsfólk er tilbúið til að sinna þessu sem verkefni, sem var og er krefjandi. Það gekk afar vel í vetur og ég þess fullviss að svo verði líka nú“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.