Almennar fréttir
Þekkir þú Skyndihjálparmann ársins?
07. janúar 2020
Veistu um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum bjargaði mannslífi á árinu 2019?
Rauði krossinn á Íslandi leitar að Skyndihjálparmanni ársins 2019!
Veistu um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum bjargaði mannslífi á árinu 2019? Ef svo er sendu okkur ábendingu í gegnum vefinn skyndihjalp.is . Tilnefningar þurfa að berast Rauða krossinum eigi síðar en þann 19. janúar 2020.
Nánar um valið
Á hverju ári velur Rauði krossinn Skyndihjálparmann ársins . Þá er einstaklingi sem hefur á liðnu ári veitt skyndihjálp á eftirtektarverðan hátt afhent viðurkenning við hátíðlega athöfn. Tilgangurinn með tilnefningunni er að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda.
Eftirfarandi reglur gilda um tilnefningar
- Skyndihjálparmaður ársins þarf að hafa bjargað mannslífi.
- Skyndihjálparmaður ársins þarf að hafa sýnt eftirtektaverða kunnáttu og færni í almennri skyndihjálp.
- Hjálpin sem veitt var verður að hafa leitt til betri líðan eða stöðugleika á ástandi hins slasaða eða sjúka frá þeim tíma sem slysið varð þar til fagfólk kom á vettvang.
- Skyndihjálparmaður ársins má ekki vera menntaður hjúkrunarfræðingur, læknir, sjúkraflutningamaður, bráðatæknir eða sjúkraliði.
- Skyndihjálparmaður ársins má ekki hafa unnið afrekið í starfi sínu innan öryggis- og bráðaþjónustu, það á til dæmis við um björgunarsveitarfólk, lögregluþjóna, öryggis- og sundlaugaverði.
Dómnefnd um val á Skyndihjálparmanni ársins er skipuð fulltrúum frá: Rauða krossins, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Neyðarlínunni, Landspítala háskólasjúkrahúsi, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Hver aðili skipar einn fulltrúa nema Rauði krossinn sem skipar tvo.
Skyndihjálparmaður ársins hlýtur viðurkenningaskjal Rauða krossins, skyndihjálparbók og ávísun á skyndihjálparnámskeið allt að 16 klst.
Athugið að tilnefningar verða bornar undir vitni að atburðinum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.