Almennar fréttir
Þrír sjálfboðaliðar fengu viðurkenningu
17. mars 2021
Á ný liðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu fengu þrír sjálfboðaliðar viðurkenningu fyrir framúskarandi árangur í starfi.
Á ný liðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu fengu þrír sjálfboðaliðar viðurkenningu fyrir framúskarandi árangur í starfi. Þau eru Andri Arnaldsson, Anna Sigurveig Barkadóttir og Áslaug Jóna Marínósdóttir.
Andri Arnaldsson hefur verið bílstjóri í Frú Ragnheiði síðan 2016. Hann tekur alltaf tvær vaktir í hverjum mánuði og hefur seinustu tvö einnig staðið vaktina á aðfangadag. Andri er einn af fimm sjálfboðaliðum sem heldur utan um tölfræði verkefnisins. Hann er einnig skráður sem einn af umsjónarmönnum bílsins og er hann í næringarhóp Frú Ragnheiðar og fer mjög reglulega og sækir drykki og matvæli fyrir verkefnið.
Anna Sigurveig Barkardóttir er sjálfboðaliði Kvennadeildarinnar og hefur verið frá 2017. Það er henni að þakka að hægt var að hafa búðina í Fossvogi opna allt árið 2020. Hún mætir með samviskusemi á nokkrar vaktir í viku hverri, er einstaklega liðleg og dugleg að koma auga á ýmislegt sem betur mætti fara í búðinni.
Áslaug Jóna Marinósdóttir hefur verið sjálfboðaliði í Leiðsöguvinum frá 2017. Hún kláraði eitt ár með fjölskyldunni sem hún var fyrst kynnt fyrir og skráði sig aftur árið 2019 til að vera leiðsöguvinur annars einstaklings. Hún byggir samskipti sín ávallt á virðingu og trausti og að verða vinur þeirra sem hún vinnur með. Hún hefur yfirstigið tungumálaörðugleika og haldið sambandi eftir að verkefnum lýkur formlega. Hún hefur tekið þátt í þjálfun nýrra sjálfboðaliða á námskeiðum og verið virk í öðrum verkefnum eins og Krakkanámi og fjáröflun félagsins.
Rauði krossinn þakkar öllum þremur fyrir ómetanlegt starf í þágu mannúðar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.