Almennar fréttir
Þrír sjálfboðaliðar fengu viðurkenningu
17. mars 2021
Á ný liðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu fengu þrír sjálfboðaliðar viðurkenningu fyrir framúskarandi árangur í starfi.
Á ný liðnum aðalfundi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu fengu þrír sjálfboðaliðar viðurkenningu fyrir framúskarandi árangur í starfi. Þau eru Andri Arnaldsson, Anna Sigurveig Barkadóttir og Áslaug Jóna Marínósdóttir.
Andri Arnaldsson hefur verið bílstjóri í Frú Ragnheiði síðan 2016. Hann tekur alltaf tvær vaktir í hverjum mánuði og hefur seinustu tvö einnig staðið vaktina á aðfangadag. Andri er einn af fimm sjálfboðaliðum sem heldur utan um tölfræði verkefnisins. Hann er einnig skráður sem einn af umsjónarmönnum bílsins og er hann í næringarhóp Frú Ragnheiðar og fer mjög reglulega og sækir drykki og matvæli fyrir verkefnið.
Anna Sigurveig Barkardóttir er sjálfboðaliði Kvennadeildarinnar og hefur verið frá 2017. Það er henni að þakka að hægt var að hafa búðina í Fossvogi opna allt árið 2020. Hún mætir með samviskusemi á nokkrar vaktir í viku hverri, er einstaklega liðleg og dugleg að koma auga á ýmislegt sem betur mætti fara í búðinni.
Áslaug Jóna Marinósdóttir hefur verið sjálfboðaliði í Leiðsöguvinum frá 2017. Hún kláraði eitt ár með fjölskyldunni sem hún var fyrst kynnt fyrir og skráði sig aftur árið 2019 til að vera leiðsöguvinur annars einstaklings. Hún byggir samskipti sín ávallt á virðingu og trausti og að verða vinur þeirra sem hún vinnur með. Hún hefur yfirstigið tungumálaörðugleika og haldið sambandi eftir að verkefnum lýkur formlega. Hún hefur tekið þátt í þjálfun nýrra sjálfboðaliða á námskeiðum og verið virk í öðrum verkefnum eins og Krakkanámi og fjáröflun félagsins.
Rauði krossinn þakkar öllum þremur fyrir ómetanlegt starf í þágu mannúðar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“