Almennar fréttir
Þróunarsamvinna aldrei mikilvægari en nú
28. mars 2025
Bakslag í mannréttindum og minnkandi stuðningur við þróunarsamvinnu verður til umræðu á opnum fundi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 1. apríl.
Þróunarsamvinna á viðsjárverðum tímum er yfirskrift opins fundar sem fram fer þann 1. apríl á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, UNICEF á Íslandi, UN Women Ísland, Rauða krossins og Barnaheilla. Fundurinn verður haldinn í Þjóðminjasafninu, hefst kl. 12 og mun standa í rúman klukkutíma.
Á fundinum verður fjallað um hvernig þrengt hefur að stuðningi við þróunarsamvinnu og það bakslag sem við stöndum frammi fyrir í mannréttindamálum í heiminum. Hvaða áhrif hefur þessi þróun á frið og stöðugleika á heimsvísu? Hverju hefur þróunarsamvinna skilað og er sá árangur nú í hættu? Hvert er mikilvægi Íslands og hinna Norðurlandanna sem gjafaríkja til þróunarsamvinnu og málsvara mannréttinda á alþjóðavettvangi?
            Isabel Burchard, sem fer fyrir UNICEF Nordic donor relations, og Stella Samúelsdóttir, formaður þróunarsamvinnunefndar og framkvæmdastýra UNWomen, flytja erindi.
Að erindum loknum setjast þær í panel ásamt Gísla Rafni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi, Svanhildi Þorvaldsdóttur, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Tótlu Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Fundarstjóri verður Pia Hansson, forstöðumaður Höfða friðarseturs.
Fundurinn er opinn öllum og fer fram á ensku.
Hægt er að skrá sig á fundinn hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
        Smíðuðu búð og söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 03. nóvember 2025Framkvæmdagleði, dugnaður og hjálpsemi einkennir vinkonur úr Engjaskóla í Grafarvogi sem gerðu sér lítið fyrir nýverið og smíðuðu búð og seldu þar handverk sem þær sjálfar höfðu búið til. Allt var þetta gert til að hjálpa öðrum.
        „Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
        Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.