Almennar fréttir
Tulipop gefur skólasett fyrir börn flóttafólks
02. janúar 2020
Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop gaf Rauða krossinum 25 skólasett fyrir börn flóttafólks á Íslandi.
Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop hópfjármagnaði nýju Tulipop bókina sína á vefsíðunni Kickstarter nýverið, en sú herferð gekk vonum framar.
Í herferðinni var hægt styrkja útgáfu bókarinnar með því að velja kaup á svokölluðu „Góðgerðarsetti“ en fyrir hvert slíkt sett sem keypt var skuldbatt Tulipop sig til að gefa einu barni skólatösku og skólavörur í samstarfi við flóttamannaverkefni Rauða krossins á Íslandi. Fyrir jól afhenti Tulipop 25 „skólasett“ til Rauða krossins en innifalið í hverju setti var skólataska, pennaveski, brúsi og nestisbox. Skólasettin munu fara í hendur 25 barna sem hefja skólagöngu hér á Íslandi í vor.
Nánar um flóttamannaverkefni Rauða krossins
Leiðsögumenn flóttafólks eru sjálfboðaliðar sem kynnast og aðstoða nýkomna einstaklinga eða fjölskyldu sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi. Allir sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi er boðið að taka þátt í þessu verkefni.
Leiðsögumenn verða vinir þeirra nýkomnu, svara spurningum um lífið á Íslandi, æfa íslensku eða ensku, tala um íslenska menningu og/eða aðstoða við praktísk úrlausnarefni eins og atvinnuleit, skólaumsóknir og þýðingar bréfa sem berast á íslensku.
Markmið verkefnisins er sameiginleg aðlögun. Sjálfboðaliðarnir styðja fólks til sjálfstæðis í nýju landi með því að aðstoða þau við að nýta hæfileika sína og þau tækifæri sem eru fyrir hendi til að farnast vel á Íslandi. Þátttakendur eignast nýja vini, styrkja félagsnet sitt, öðlast nýja innsýn inn í íslenskt kerfi og læra um menningu, tungumál og hefðir hvers annars.
Rauði krossinn þakkar Tulipop kærlega fyrir þetta framlag.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.