Almennar fréttir
Tulipop gefur skólasett fyrir börn flóttafólks
02. janúar 2020
Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop gaf Rauða krossinum 25 skólasett fyrir börn flóttafólks á Íslandi.
Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop hópfjármagnaði nýju Tulipop bókina sína á vefsíðunni Kickstarter nýverið, en sú herferð gekk vonum framar.
Í herferðinni var hægt styrkja útgáfu bókarinnar með því að velja kaup á svokölluðu „Góðgerðarsetti“ en fyrir hvert slíkt sett sem keypt var skuldbatt Tulipop sig til að gefa einu barni skólatösku og skólavörur í samstarfi við flóttamannaverkefni Rauða krossins á Íslandi. Fyrir jól afhenti Tulipop 25 „skólasett“ til Rauða krossins en innifalið í hverju setti var skólataska, pennaveski, brúsi og nestisbox. Skólasettin munu fara í hendur 25 barna sem hefja skólagöngu hér á Íslandi í vor.
Nánar um flóttamannaverkefni Rauða krossins
Leiðsögumenn flóttafólks eru sjálfboðaliðar sem kynnast og aðstoða nýkomna einstaklinga eða fjölskyldu sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi. Allir sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi er boðið að taka þátt í þessu verkefni.
Leiðsögumenn verða vinir þeirra nýkomnu, svara spurningum um lífið á Íslandi, æfa íslensku eða ensku, tala um íslenska menningu og/eða aðstoða við praktísk úrlausnarefni eins og atvinnuleit, skólaumsóknir og þýðingar bréfa sem berast á íslensku.
Markmið verkefnisins er sameiginleg aðlögun. Sjálfboðaliðarnir styðja fólks til sjálfstæðis í nýju landi með því að aðstoða þau við að nýta hæfileika sína og þau tækifæri sem eru fyrir hendi til að farnast vel á Íslandi. Þátttakendur eignast nýja vini, styrkja félagsnet sitt, öðlast nýja innsýn inn í íslenskt kerfi og læra um menningu, tungumál og hefðir hvers annars.
Rauði krossinn þakkar Tulipop kærlega fyrir þetta framlag.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.