Almennar fréttir
Viltu gerast fjar-sjálfboðaliði? Rauði krossinn óskar eftir símavinum
28. ágúst 2020
Símavinir er verkefni Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska.
Símavinir er verkefni Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar hringja til þeirra sem þess óska.
Stutt samtal getur skipt sköpum í lífi fólks en um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á tíma sem báðum aðilum hentar.
Verkefnið er byggt upp á svipaðan hátt og heimsóknavinir Rauða krossins en þar sem að sími er notaður er fjarlægð engin hindrun. Allir geta því fengið símavin óháð búsetu og er því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið.
Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum í verkefnið og getur þú fyllt út umsókn, haft samband í síma 570-4062 eða sent tölvupóst á sigridur.ella@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.