Almennar fréttir
Viltu gerast fjar-sjálfboðaliði? Rauði krossinn óskar eftir símavinum
28. ágúst 2020
Símavinir er verkefni Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska.
Símavinir er verkefni Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar hringja til þeirra sem þess óska.
Stutt samtal getur skipt sköpum í lífi fólks en um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á tíma sem báðum aðilum hentar.
Verkefnið er byggt upp á svipaðan hátt og heimsóknavinir Rauða krossins en þar sem að sími er notaður er fjarlægð engin hindrun. Allir geta því fengið símavin óháð búsetu og er því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið.
Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum í verkefnið og getur þú fyllt út umsókn, haft samband í síma 570-4062 eða sent tölvupóst á sigridur.ella@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.