Almennar fréttir
Viltu gerast fjar-sjálfboðaliði? Rauði krossinn óskar eftir símavinum
28. ágúst 2020
Símavinir er verkefni Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins hringja til þeirra sem þess óska.
Símavinir er verkefni Rauða krossins þar sem sjálfboðaliðar hringja til þeirra sem þess óska.
Stutt samtal getur skipt sköpum í lífi fólks en um er að ræða vinaspjall í allt að hálftíma í senn, tvisvar í viku, á tíma sem báðum aðilum hentar.
Verkefnið er byggt upp á svipaðan hátt og heimsóknavinir Rauða krossins en þar sem að sími er notaður er fjarlægð engin hindrun. Allir geta því fengið símavin óháð búsetu og er því auðvelt að eignast vini allt í kringum landið.
Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum í verkefnið og getur þú fyllt út umsókn, haft samband í síma 570-4062 eða sent tölvupóst á sigridur.ella@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.