Alþjóðastarf
Aðstoð til Sýrlands
09. janúar 2020
Rauði krossinn á Íslandi varði rúmum 42 milljónum króna undir lok síðasta árs í þágu þolenda átakanna í Sýrlandi.
Rauði krossinn á Íslandi varði rúmum42 milljónum króna undir lok síðasta árs í þágu þolenda átakanna í Sýrlandi.Með framlögum frá almenningi, utanríkisráðuneytinu og af sjálfsaflafé Rauðakrossins gat Rauði krossinn á Íslandi safnað fjármagni til þess að leggjamannúðarstarfi Alþjóðaráðs Rauða krossins lið og sent fimm sendifulltrúa tilstarfa á vettvangssjúkrahús Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Al Holflóttamannabúðunum sem hafa mikið verið til umfjöllunar undanfarna mánuði.
„Ég vil þakka öllum þeim sem lögðusöfnun Rauða krossins sem lauk 1. desember sl. lið. Fjármagnið sem safnaðistverður notað til að halda áfram að tryggja grunnþarfir fólks í Sýrlandi semhefur þurft að líða mikinn skort undanfarin ár þegar kemur að aðgangi að mat oghreinu drykkjarvatni, ásamt læknisaðstoð og lyfjum. Til þess að setja þessartölur í samhengi er hægt að útvega 14.500 börnum mat í mánuð fyrir 42 milljónirkróna og er aðstoðin og hver króna því mjög mikilvæg“ segir Atli ViðarThorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.
Með hjálp Mannvina Rauða krossinsog utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi undanfarið stutt viðmannúðaraðgerðir sýrlenska Rauða hálfmánans og Alþjóðaráðs Rauða krossins(ICRC) í Sýrlandi, m.a. í Al Hol búðunum í norðaustur Sýrlandi, en þar búameira en 70 þúsund einstaklingar sem flúið hafa heimili sín vegna átaka, en umþað bil helmingur íbúanna eru börn.
Sýrlenski Rauði hálfmáninn sinnirumfangsmiklu hjálparstarfi í Sýrlandi og stýrir lykilhlutverki í samhæfingualþjóðlegs hjálparstarfs í landinu og kemur stórum hluta hjálpargagna fráSameinuðu þjóðunum í hendur þolenda átaka. Starfsfólk og sjálfboðaliðarsýrlenska Rauða hálfmánans eru 9.400 talsins og dreifast milli 59 deilda umallt Sýrland.
Fimm íslenskir sendifulltrúar hafafarið til starfa á vettvangssjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hol búðunum ínorðaustur Sýrlandi, en Elín Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og margreyndursendifulltrúi er þar við störf á vegum Alþjóðaráðsins næstu vikurnar. Grípahefur þurft til neyðaraðgerða í búðunum vegna verulegs skorts á vatni. Komiðhefur verið upp matareldhúsi í búðunum svo íbúar hafi aðgang að heitri máltíðdaglega.
„Það er mjög brýnt að halda áframað veita mannúðaraðstoð til þolenda átakanna í Sýrlandi”, segir Atli, „þarfirnarþar eru enn miklar og ekki sér fyrir enda átakanna í landinu. Síðan um miðjandesember hafa um 300.000 börn, konur og karlar orðið að flýja heimili sín íIdlib héraði Sýrland. Það eru skelfilegar tölur og samsvara nærri þvííbúafjölda Íslands. Vonandi kemst friður á sem fyrst, en þangað til verðurRauði krossinn að standa vaktina því oft eru sjálfboðaliðar og starfsmennhreyfingarinnar þeir einu sem komast með lífsbjargandi aðstoð síðastakílómetrinn til þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda.”
Rauði krossinn hveturdeiluaðila til að virða líf almennra borgara, ásamt innviðum samfélaga og veitaaðgang að mannúðaraðstoð í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög.
Mynd: ICRC, Cynthia Lee.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.