Alþjóðastarf
Auglýst staða í samstarfsverkefni um trjárækt í Afríku
03. febrúar 2022
Rauði krossinn á Íslandi styður trjáræktar-framtaksverkefni Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku. Alþjóðasambandið ætlar næstu 10 árin að einbeita sér að fjórum helstu áskorunum álfunnar og byggja á reynslu landsfélaga í álfunni.
Eitt af fjórum framtaksverkefnum Alþjóðasambandsins er trjáræktar-framtaksverkefni (e. Tree Planting and Care initiative) þar sem stefnt er að því að planta og verja 500 miljón trjám á ári næstu 10 árin, í samræmi við svæðisbundnar áætlanir. Átakinu er ætlað að stuðla að aðlögun að - og mildun loftslagsbreytinga. Stuðningur Rauða krossins á Íslandi felst meðal annars í stuðning við stórt trjáræktarverkefni í Sierra Leone (sjá fyrri frétt), þátttöku í tæknilegum vinnuhóp framtaksverkefnisins og stuðning við stöðu verkefna- og samhæfingarstjóra framtaksverkefnisins en sú staða hefur nú verið auglýst.
Verkefna og samhæfingarstjórinn mun vinna innan teymis alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku með aðsetur í Sierra Leone. Starfið mun krefjast ferðalaga um Afríku sunnan Sahara þar sem það felur í sér samhæfingu verkefna er falla undir framtaksverkefnið og tæknilega aðstoð til landsfélaga sem innleiða trjáræktarverkefni. Starfið mun einnig fela í sér eftirlit og úttektir, stefnumótun, áætlanagerð og fjáröflun. Nánar má lesa um stöðuna á alfred.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.