Alþjóðastarf
Auglýst staða í samstarfsverkefni um trjárækt í Afríku
03. febrúar 2022
Rauði krossinn á Íslandi styður trjáræktar-framtaksverkefni Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku. Alþjóðasambandið ætlar næstu 10 árin að einbeita sér að fjórum helstu áskorunum álfunnar og byggja á reynslu landsfélaga í álfunni.
Eitt af fjórum framtaksverkefnum Alþjóðasambandsins er trjáræktar-framtaksverkefni (e. Tree Planting and Care initiative) þar sem stefnt er að því að planta og verja 500 miljón trjám á ári næstu 10 árin, í samræmi við svæðisbundnar áætlanir. Átakinu er ætlað að stuðla að aðlögun að - og mildun loftslagsbreytinga. Stuðningur Rauða krossins á Íslandi felst meðal annars í stuðning við stórt trjáræktarverkefni í Sierra Leone (sjá fyrri frétt), þátttöku í tæknilegum vinnuhóp framtaksverkefnisins og stuðning við stöðu verkefna- og samhæfingarstjóra framtaksverkefnisins en sú staða hefur nú verið auglýst.
Verkefna og samhæfingarstjórinn mun vinna innan teymis alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku með aðsetur í Sierra Leone. Starfið mun krefjast ferðalaga um Afríku sunnan Sahara þar sem það felur í sér samhæfingu verkefna er falla undir framtaksverkefnið og tæknilega aðstoð til landsfélaga sem innleiða trjáræktarverkefni. Starfið mun einnig fela í sér eftirlit og úttektir, stefnumótun, áætlanagerð og fjáröflun. Nánar má lesa um stöðuna á alfred.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.