Alþjóðastarf
Brynja Dögg sendifulltrúi við störf í Póllandi
07. júlí 2022
Brynja Dögg Friðriksdóttir, sendifulltrúi, hélt til starfa fyrir Rauða krossinn vegna átakanna í Úkraínu. Hún fór til Póllands um miðjan júní til að starfa með neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC) vegna aðgerðar í tengslum við átökin í Úkraínu.

Brynja Dögg starfar sem myndatökumaður (e. Audio Visual officer) sem hluti af fjölmiðla- og upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins fyrir Evrópu sem staðsett er í Búdapest. Brynja mun hins vegar ekki vera með fasta starfstöð heldur starfa þar sem þörf er á hverju sinni.
„Ég byrjaði sendiferð mína í Póllandi þar sem ég mun dvelja fyrst um sinn og gera myndbönd og taka ljósmyndir af starfi pólska Rauða krossins og Alþjóða Rauða krossinum og Rauða hálfmánans í Póllandi. Það er virkilega áhugavert að sjá það góða starf sem Rauði krossinn og fjöldi sjálfboðaliða hefur verið að inna af hendi hér fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Sem dæmi má nefna þá stýrir Rauða kross deildin í Opole, suður-Póllandi, stærðarinnar hjálparmiðstöð í vöruhúsi þangað sem flóttafólk getur komið til að fá frí föt, barnakerrur og rúm, mat, skó og jafnvel bangsa og leikföng sem var safnað fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Rauði krossinn lagði mikla áherslu á að setja hjálparmiðstöðina upp líkt og verslun, svo þau sem þangað myndu leita, myndu upplifa hjálparstöðina eins og verslun, þó allt sé frítt. Þá hefur líka verið mjög áhugavert að hitta úkraínskar flóttakonur og heyra sögu þeirra, en margar þeirra hafa gerst sjálfboðaliðar með Rauða krossinum eftir komu sína til Póllands''
Þetta er önnur starfsferð Brynju Daggar fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi. Í nóvember á síðasta ári var hún hluti af áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking sem hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska á Miðjarðarhafi.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.

Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.