Alþjóðastarf
Brynja Dögg sendifulltrúi við störf í Póllandi
07. júlí 2022
Brynja Dögg Friðriksdóttir, sendifulltrúi, hélt til starfa fyrir Rauða krossinn vegna átakanna í Úkraínu. Hún fór til Póllands um miðjan júní til að starfa með neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC) vegna aðgerðar í tengslum við átökin í Úkraínu.

Brynja Dögg starfar sem myndatökumaður (e. Audio Visual officer) sem hluti af fjölmiðla- og upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins fyrir Evrópu sem staðsett er í Búdapest. Brynja mun hins vegar ekki vera með fasta starfstöð heldur starfa þar sem þörf er á hverju sinni.
„Ég byrjaði sendiferð mína í Póllandi þar sem ég mun dvelja fyrst um sinn og gera myndbönd og taka ljósmyndir af starfi pólska Rauða krossins og Alþjóða Rauða krossinum og Rauða hálfmánans í Póllandi. Það er virkilega áhugavert að sjá það góða starf sem Rauði krossinn og fjöldi sjálfboðaliða hefur verið að inna af hendi hér fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Sem dæmi má nefna þá stýrir Rauða kross deildin í Opole, suður-Póllandi, stærðarinnar hjálparmiðstöð í vöruhúsi þangað sem flóttafólk getur komið til að fá frí föt, barnakerrur og rúm, mat, skó og jafnvel bangsa og leikföng sem var safnað fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Rauði krossinn lagði mikla áherslu á að setja hjálparmiðstöðina upp líkt og verslun, svo þau sem þangað myndu leita, myndu upplifa hjálparstöðina eins og verslun, þó allt sé frítt. Þá hefur líka verið mjög áhugavert að hitta úkraínskar flóttakonur og heyra sögu þeirra, en margar þeirra hafa gerst sjálfboðaliðar með Rauða krossinum eftir komu sína til Póllands''
Þetta er önnur starfsferð Brynju Daggar fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi. Í nóvember á síðasta ári var hún hluti af áhöfn björgunarskipsins Ocean Viking sem hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska á Miðjarðarhafi.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.