Alþjóðastarf
Fæðuskortur í skugga COVID-19
21. apríl 2020
Þegar heimsfaraldur ógnar lífi og heilsu einstaklinga í ofanálag við fæðuskort þarf að taka höndum saman og bregðast hratt við
Fæðuskortur í skugga COVID-19
Í Afríku sunnan Sahara búa yfir 20 milljónir barna og foreldrar þeirra við mikinn fæðuskort. COVID-19 smitum í Afríku fjölgar nú ört og mikil hætta er á hraðri útbreiðslu í álfunni þar sem innviðir eru ekki nógu sterkir til að stemma stigu við faraldrinum. Þrátt fyrir slæmt ástand víðsvegar í heiminum má búast við ófyrirsjáanlegum afleiðingum á líf og heilsu fólks í löndum Afríku ef útbreiðsla faraldursins verður óheft. Þegar heimsfaraldur ógnar lífi og heilsu einstaklinga í ofanálag við fæðuskort þarf að taka höndum saman og bregðast hratt við.
Rauði krossinn er til staðar í Afríku. Sjálfboðaliðar hreyfingarinnar þekkja sitt nærsamfélag og vita hvað þarf, fyrir hverja, á hvaða tíma og á hvaða stað. Þannig er tryggt að aðstoðin komist skjótt til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Ásamt því að fræða sín samfélög um hvernig eigi að verjast COVID-19 og aðstoða stjórnvöld við að fyrirbyggja útbreiðslu, sinna sjálfboðaliðar Rauða krossins skilvirkri og áreiðanlegri dreifingu lífsbjargandi hjálpargagna, meðal annars næringu fyrir svöng börn.
Látum ekki sjálfboðaliða Rauða krossins standa tómhentir þar sem þörfin er mest. Leggjumst á eitt við að fylla fang þeirra af lífsbjargandi hjálpargögnum, matvælum og hreinlætisvörum sem bjarga lífum - á tímum Covid19 sem öðrum tímum. Þú getur hjálpað með því að leggja Rauða krossinum lið með því að gerast Mannvinur Rauða krossins.
Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.