Alþjóðastarf
Haraldur Logi sendifulltrúi við störf í Úkraínu
11. júlí 2022
Í síðustu viku hélt Haraldur Logi Hringsson lögreglumaður til Úkraínu þar sem hann mun starfa með neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC) vegna aðgerðar í tengslum við átökin í Úkraínu.
Haraldur Logi mun sinna öryggismálum, í stöðu Security Delegate í tengslum við starfsemi Rauða krossins og verður aðal starfsstöð hans í borginni Vinnytsia. Starfið mun meðal annars fela í að veita faglega ráðgjöf í öryggisáhættustjórnun (SRM – Security Risk management), uppfæra viðbragðsáætlanir, umsjón með framkvæmd verklagsreglna og öryggistilkynninga á starfsvæðinu ásamt því að greina öryggis-, pólitískar -, og efnahagslega stöðu á tilteknu svæði .
Þetta er fyrsta starfsferð Haraldar Loga fyrir Rauða krossinn á alþjóðavettvangi en hann hefur verið á viðbragðslista Rauða krossins á Íslandi í nokkur ár og hlotið viðeigandi þjálfun í tengslum við sína sérhæfingu innan Alþjóða Rauða krossins.
Öllu jafna sinnir Haraldur störfum sem lögreglufulltrúi hjá lögregluembættinu á Norðurlandi Eystra. Hann er með BA gráðu í lögreglu- og löggæslufræðum frá Háskólanum á Akureyri og MBA gráðu frá Háskóla Íslands.
Rauði krossinn þakkar lögregluembættinu á Norðurlandi Eystra fyrir veita Haraldi Loga tímabundna lausn frá störfum sínum hjá embættinu og styðja þannig við hjálparstarf Rauða krossins í Úkraínu.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Snorrason, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.
Úr fjárhúsi í fataflokkun: Stoltur af því að vera sjálfboðaliði
Innanlandsstarf 22. desember 2025„Sjálfboðaliðastarfið hefur gefið mér tilbreytingu í amstri dagsins auk þess góða félagsskapar sem ég hef notið í vinnunni þessi ár,“ segir Lárus Sigurðsson, sjálfboðaliði í fataverkefni Rauða krossins á Akureyri. Tilviljun réði því að hann hóf þar störf.