Alþjóðastarf
Hjálpargögn Rauða krossins komin til Súdans
01. maí 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins tilkynnti í gær að því hefði tekist að koma hjálpargögnum til Súdans.
Í gær barst fyrsta sendingin af alþjóðlegum hjálpargögnum frá alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) til Súdans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Alþjóðaráðinu.
Um átta tonn af lækingarbúnaði er að ræða, en sjúkrahús og heilsugæslustöðvar þar í landi búa við gríðarlegan skort á gögnum og eru því illa í stakk búin til að bregðast við þeim vopnuðu átökum sem hafa brotist út víða um land.
Flutningur gagnanna er hluti af neyðaraðgerðum alþjóðaráðs Rauða krossins til að styðja við súdanska spítala, en sjálfboðaliðar frá Rauða hálfmánanum í Súdan eru einnig að veita særðum læknisaðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.