Alþjóðastarf
Hjálpargögn Rauða krossins komin til Súdans
01. maí 2023
Alþjóðaráð Rauða krossins tilkynnti í gær að því hefði tekist að koma hjálpargögnum til Súdans.

Í gær barst fyrsta sendingin af alþjóðlegum hjálpargögnum frá alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) til Súdans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Alþjóðaráðinu.
Um átta tonn af lækingarbúnaði er að ræða, en sjúkrahús og heilsugæslustöðvar þar í landi búa við gríðarlegan skort á gögnum og eru því illa í stakk búin til að bregðast við þeim vopnuðu átökum sem hafa brotist út víða um land.
Flutningur gagnanna er hluti af neyðaraðgerðum alþjóðaráðs Rauða krossins til að styðja við súdanska spítala, en sjálfboðaliðar frá Rauða hálfmánanum í Súdan eru einnig að veita særðum læknisaðstoð.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þörf á tafarlausum pólitískum aðgerðum
Alþjóðastarf 18. september 2025„Öll ríki verða að leggja sín þyngstu lóð á vogarskálarnar svo koma megi á vopnahléi strax,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi um ástandið á Gaza. „Við höfum ekki lengri tíma. Þetta er lokaviðvörun til stjórnvalda. Núna verður að bregðast við.“

Bestu vinir seldu límonaði og heimabakað fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. september 2025„Við viljum hjálpa öðrum,“ sögðu vinirnir Andrea, Íris og Rúrik úr Hafnarfirði sem söfnuðu tæplega 15 þúsund krónum fyrir Rauða krossinn.

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.