Alþjóðastarf
Jarðskjálfti á Haítí
19. ágúst 2021
Laugardaginn 14. ágúst síðast liðinn varð mikill jarðskjálfti að stærð 7,2 á Haítí. Ljóst er að manntjón er mikið og að skjálftinn hefur valdið miklum skemmdum á þúsundum heimila og mikilvægum innviðum, þar með talið sjúkrahúsum.
Laugardaginn 14. ágúst síðast liðinn varð mikill jarðskjálfti að stærð 7,2 á Haítí. Ljóst er að manntjón er mikið og að skjálftinn hefur valdið miklum skemmdum á þúsundum heimila og mikilvægum innviðum, þar með talið sjúkrahúsum, sérstaklega í suðurhluta landsins. Fjöldi látinna er 2.189 manns og yfir 12.268 manns eru slasaðir en ekki er ólíklegt að þessar tölur komi til með að hækka. Enn er 332 saknað. Stjórnvöld á Haítí hafa staðfest að 129.959 heimili hafi eyðilagst. Um 2.2 milljónir manna búa á jarðskjálftasvæðinu.
Í öllu leitar- og björgunarstarfi Rauða krossins á Haítí er unnið í kappi við tímann að bjarga fólki og hlúa að slösuðum.
Tveim dögum eftir jarðskjálftann skall hitabeltisstormurinn Grace á svæðið sem varð hvað verst úti í jarðskjálftanum. Stormurinn olli tjóni, tafði og flækti allt hjálparstarf.
Til að bregðast við þessum erfiðu aðstæðum í landinu hefur alþjóða Rauði krossinn (IFRC) sent frá sér ákall og virkjað alþjóðlegt net sérfræðinga sem vinnur að neyðaraðstoð á Haítí. Rauði krossinn vinnur auk þess mat á skemmdum og metur hvernig best er að koma til móts við brýna þörf íbúa á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst úti. Mannúðaraðstoðin beinist að 25.000 manns. Gert er ráð fyrir að um 5.000 fjölskyldur þurfi að flytja af hamfarasvæðinu.
Forgangsverkefni Rauða krossins í öllum aðgerðum er björgun mannslífa, veita stuðning við leit og björgun, skyndihjálp, bráðaheilbrigðisþjónustu og skjól fyrir íbúa er misst hafa heimili sín. Mikilvægt er að tryggja aðgang að vatni og hreinlætisaðstöðu og ekki má gleyma að íbúar þurfa að takast á við heimsfaraldur COVID-19 ofan á þessar hörmungar. Rauði krossinn veitir þolundum hamfaranna einnig sálrænan stuðning, en margir eiga enn um sárt að binda og er vel í minni hamfarir jarðskjálftans 2010.
Rauði krossinn á Íslandi hefur þegar boðið alþjóða Rauða krossinum stuðning og er tilbúið að senda sendifulltrúa á svæðið með stuttum fyrirvara.
Í kjölfar mannskæðs jarðskjálftans á Haíti í 12 janúar 2010 sendi Rauði krossinn á Íslandi 27 sendifulltrúa til hjálparstarfa á Haítí og árið 2011 voru tveir sendifulltrúa á Haíti við störf í við hamfaratengd neyðar- og langtímaverkefni. Rauði krossinn á Íslandi sendi einnig hjálpargögn til Haítí með flugvél á vegum utanríkisráðuneytisins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.