Alþjóðastarf
Peter Maurer í Moskvu
23. mars 2022
Peter Maurer kom til Moskvu á miðvikudaginn til að halda áfram samræðum við rússnesk yfirvöld um mannúðaraðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins.
Maurer mun ræða um þá aðkallandi aðstoð sem veita þarf fólki sem hefur mátt þola átökin í Úkraínu.
„Eyðileggingin af völdum átakanna undanfarnar vikur, auk átta ára átaka í Donbas, hefur verið gríðarleg. Deiluaðilar þurfa að taka mark á alþjóðlegum mannúðarlögum og valda sem minnstri þjáningu. Ég var í Kænugarði í síðustu viku og er í Moskvu í þessari viku til að halda áfram samræðum við yfirvöld um alþjóðleg mannúðarlög.“
Framhald verður einnig á fyrri samræðum um mannúðarvanda á stöðum eins og Sýrlandi eða í tengslum við afleiðingar Nagorno-Karabakh deilunnar.
Maurer hyggst funda með fulltrúum utanríkis- og varnarmálaráðuneyta. Hann mun einnig funda með formanni rússneska Rauða krossins, en félagið aðstoðar m.a. fólk sem kom til Rússlands eftir að hafa flúið frá heimilum sínum í Donbas.
Alþjóðaráð Rauða krossins leitast við að standa vörð um alþjóðleg mannúðarlög, taka á mannúðarvanda og auðvelda samræður allra aðila, sem hlutlaus og óhlutdrægur milliliður.
Til að mæta aukinni þörf fyrir mannúðaraðstoð er Alþjóðaráð Rauða krossins að auka verulega við starfsemi sína, þ.á.m. með aukinni aðstoð og sérfræðingum. Til að aðstoðin geti verið skilvirkari þarf að samþykkja og virða hlutlaust og óhlutdrægt svæði svo þessi bráðnauðsynlega aðstoð nái til þeirra sem þurfa á henni að halda.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“