Alþjóðastarf
Peter Maurer í Moskvu
23. mars 2022
Peter Maurer kom til Moskvu á miðvikudaginn til að halda áfram samræðum við rússnesk yfirvöld um mannúðaraðstoð Alþjóðaráðs Rauða krossins.
Maurer mun ræða um þá aðkallandi aðstoð sem veita þarf fólki sem hefur mátt þola átökin í Úkraínu.
„Eyðileggingin af völdum átakanna undanfarnar vikur, auk átta ára átaka í Donbas, hefur verið gríðarleg. Deiluaðilar þurfa að taka mark á alþjóðlegum mannúðarlögum og valda sem minnstri þjáningu. Ég var í Kænugarði í síðustu viku og er í Moskvu í þessari viku til að halda áfram samræðum við yfirvöld um alþjóðleg mannúðarlög.“
Framhald verður einnig á fyrri samræðum um mannúðarvanda á stöðum eins og Sýrlandi eða í tengslum við afleiðingar Nagorno-Karabakh deilunnar.
Maurer hyggst funda með fulltrúum utanríkis- og varnarmálaráðuneyta. Hann mun einnig funda með formanni rússneska Rauða krossins, en félagið aðstoðar m.a. fólk sem kom til Rússlands eftir að hafa flúið frá heimilum sínum í Donbas.
Alþjóðaráð Rauða krossins leitast við að standa vörð um alþjóðleg mannúðarlög, taka á mannúðarvanda og auðvelda samræður allra aðila, sem hlutlaus og óhlutdrægur milliliður.
Til að mæta aukinni þörf fyrir mannúðaraðstoð er Alþjóðaráð Rauða krossins að auka verulega við starfsemi sína, þ.á.m. með aukinni aðstoð og sérfræðingum. Til að aðstoðin geti verið skilvirkari þarf að samþykkja og virða hlutlaust og óhlutdrægt svæði svo þessi bráðnauðsynlega aðstoð nái til þeirra sem þurfa á henni að halda.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.