Alþjóðastarf
Rauði krossinn á Íslandi veitir 10 milljónum króna í Covid-19 aðgerðir í Malaví
19. maí 2020
Í tæpa tvo áratugi hafa Rauði krossinn á Íslandi og Rauði krossinn í Malaví saman staðið fyrir mikilvægri uppbyggingu á fátækum og dreifbýlum svæðum í sunnanverðri Malaví
Í tæpa tvo áratugi hafa Rauði krossinn á Íslandi og Rauði krossinn í Malaví saman staðið fyrir mikilvægri uppbyggingu á fátækum og dreifbýlum svæðum í sunnanverðri Malaví. Kórónuveiran herjar nú á þennan heimshluta þar sem hundruð milljóna eru berskjölduð fyrir afleiðingum hennar. Rauði krossinn hefur nýverið veitt 10 milljónum króna í Covid-19 aðgerðir malavíska systurfélagsins.
Miriam er einn þeirra þúsunda mögnuðu sjálfboðaliða Rauða krossins í Malaví sem leggja sitt af mörkum í að hamla útbreiðslu kórónavírussins. Miriam gengur hús úr húsi og veitir fjölskyldum fræðslu um kórónavírusinn, einkenni sjúkdómsins, hvaða hópar eru berskjaldaðastir fyrir honum og hvernig best megi koma í veg fyrir smit. Miriam segir fólk hafa margar spurningar og að mikils misskilnings gæti um leiðir til að verjast sjúkdómnum. Rauði krossinn safnar saman upplýsingum um flökkusögur og upplýsir stjórnvöld um þær jafnóðum svo bregðast megi við þeim hratt.
Flökkusögur mikið vandamál
Hún hefur meðal annars verið spurð hvort það sé rétt að bjórdrykkja komi í veg fyrir smit hvort og hvort heita veðrið í Chikwawa, þar sem Miriam býr, drepi vírusinn. Margar mæður hafa áhyggjur af því að smita börn sín með brjóstamjólk og sumir telja að malaríalyf komi í veg fyrir smit og jafnvel að fólk á þessum slóðum smitist síður vegna það sé svo vant því að fá malaríu.
„Fólk hefur miklar áhyggjur og margir eru óttaslegnir. Allar spurningar eru vel þegnar“ og Miriam er tilbúin að hlusta og veita réttar upplýsingar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.