Alþjóðastarf
Rauði krossinn á Íslandi veitir 10 milljónum króna í Covid-19 aðgerðir í Malaví
19. maí 2020
Í tæpa tvo áratugi hafa Rauði krossinn á Íslandi og Rauði krossinn í Malaví saman staðið fyrir mikilvægri uppbyggingu á fátækum og dreifbýlum svæðum í sunnanverðri Malaví
Í tæpa tvo áratugi hafa Rauði krossinn á Íslandi og Rauði krossinn í Malaví saman staðið fyrir mikilvægri uppbyggingu á fátækum og dreifbýlum svæðum í sunnanverðri Malaví. Kórónuveiran herjar nú á þennan heimshluta þar sem hundruð milljóna eru berskjölduð fyrir afleiðingum hennar. Rauði krossinn hefur nýverið veitt 10 milljónum króna í Covid-19 aðgerðir malavíska systurfélagsins.
Miriam er einn þeirra þúsunda mögnuðu sjálfboðaliða Rauða krossins í Malaví sem leggja sitt af mörkum í að hamla útbreiðslu kórónavírussins. Miriam gengur hús úr húsi og veitir fjölskyldum fræðslu um kórónavírusinn, einkenni sjúkdómsins, hvaða hópar eru berskjaldaðastir fyrir honum og hvernig best megi koma í veg fyrir smit. Miriam segir fólk hafa margar spurningar og að mikils misskilnings gæti um leiðir til að verjast sjúkdómnum. Rauði krossinn safnar saman upplýsingum um flökkusögur og upplýsir stjórnvöld um þær jafnóðum svo bregðast megi við þeim hratt.
Flökkusögur mikið vandamál
Hún hefur meðal annars verið spurð hvort það sé rétt að bjórdrykkja komi í veg fyrir smit hvort og hvort heita veðrið í Chikwawa, þar sem Miriam býr, drepi vírusinn. Margar mæður hafa áhyggjur af því að smita börn sín með brjóstamjólk og sumir telja að malaríalyf komi í veg fyrir smit og jafnvel að fólk á þessum slóðum smitist síður vegna það sé svo vant því að fá malaríu.
„Fólk hefur miklar áhyggjur og margir eru óttaslegnir. Allar spurningar eru vel þegnar“ og Miriam er tilbúin að hlusta og veita réttar upplýsingar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.