Alþjóðastarf
Þórir starfar með bakvarðarsveit björgunarskips Ocean Viking næstu 2 mánuði
27. september 2021
Skipið hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska. Þórir mun starfa með upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins í Evrópu og verður með aðsetur í Búdapest. Þórir var í tvo áratugi starfsmaður Rauða krossins og var meðal annars í áhöfn björgunarskips Alþjóða Rauða krossins á Miðjarðarhafi 2016.
Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, mun næstu tvo mánuði vera í bakvarðasveit björgunarskipsins Ocean Viking, sem Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti á Miðjarðarhafi. Skipið hefur það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska. Þórir mun starfa með upplýsingateymi svæðaskrifstofu Rauða krossins í Evrópu og verður með aðsetur í Búdapest. Þórir var í tvo áratugi starfsmaður Rauða krossins og var meðal annars í áhöfn björgunarskips Alþjóða Rauða krossins á Miðjarðarhafi 2016.
„Það er virkilega ánægjulegt að geta sinnt sjálfboðastarfi og stutt við bakið á starfsmönnum Rauða krossins í Ocean Viking,“ segir Þórir. „Hafandi verið þarna úti á hafi veit ég vel hver aðstaða okkar fólks í skipinu er – að ekki sé talað um flóttafólkið sem hefur verið á reki í lélegum bátskænum.“
Um helgina bjargaði Ocean Viking 129 manns af fjórum bátum á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Líbýu. Yngsti flóttamaðurinn, sem lifði af volkið í trébáti úti á Miðjarðarhafi, var 27 daga barn.
„Við hjá Rauða krossinum erum afar ánægð að Þórir Guðmundsson hafi gefið kost á sér í þetta verkefni“, segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. „Þórir er reynslumikill sendifulltrúi og þekkir aðstæður flóttafólks vel. Við erum að horfa upp á fleiri og fleiri sem neyðast til að leggja á flótta sem getur verið lífshættulegur. Það leggur til dæmis enginn upp í svona hættuför með 27 daga gamalt barn að gamni sínu.“
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“