Innanlandsstarf
ASÍ styrkir jólaaðstoð Rauða krossins
12. desember 2019
ASÍ, afhenti á dögunum 800 þúsund krónur í jólaaðstoð Rauða krossins.
Frétt frá ASÍ:
,,Drífa Snædal, forseti ASÍ, afhenti á dögunum 800 þúsund krónur í jólaaðstoð Rauða krossins. Það var Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands sem veitti styrknum viðtöku.
Rauði krossinn á Íslandi veitir fólki sem býr við fátækt eða á í erfiðleikum, sérstaka aðstoð fyrir jólin með hjálp frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Markmið jólaaðstoðar Rauða krossins er að aðstoða þá sem eiga erfitt með að halda gleðileg jól vegna bágrar fjárhagsstöðu. Aðstoðin felst í fjárstyrkjum, matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á.
Í fyrra óskuðu rúmlega 900 manns víðs vegar um landið eftir jólaaðstoð hjá Rauða krossinum. Á bak við úthlutanir eru gjarnan fjölskyldur og er fjöldinn sem nýtur góðs af aðstoðinni því töluvert meiri. Þetta er umtalsverð fjölgun frá því 2017 en auk þess þurfa þeir sem sækja um núna meiri hjálp og eru verr staddir en oft áður. Fólki í neyð er ávallt bent á að snúa sér til deilda Rauða krossins á sínu heimasvæði en deildir félagsins um allt land veita aðstoð til einstaklinga og fjölskyldna fyrir jólin, oft í samvinnu við mæðrastyrksnefndir og Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað.
Rauði krossinn þakkar ASÍ kærlega fyrir þennan stuðning.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.