Innanlandsstarf
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
01. ágúst 2025
Þann 1. september næstkomandi verður hætt að taka við umsóknum í styrktarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga sem Rauði krossinn stofnaði til á síðasta ári. Áfram verður stutt við Grindvíkinga við að aðlagast nýjum veruleika með fræðslu og stuðningsnámskeiðum.
Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Þann 1. september næstkomandi verður hætt að taka við umsóknum í styrktarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga sem Rauði krossinn stofnaði til á síðasta ári. Var ákvörðun um þetta tekin á fundi úthlutunarnefndar sjóðsins í lok júlí.
Áfram verður stutt við Grindvíkinga við að aðlagast nýjum veruleika með fræðslu og stuðningsnámskeiðum. Verður fyrirkomulag þess stuðnings kynnt á næstu vikum. Einnig verður áfram lögð áhersla á að efla viðnámsþrótt allra íbúa á Suðurnesjum.
Rauði krossinn fékk haustið 2024 styrk frá fyrirtækinu Rio Tinto til að styðja við samfélagið sem þurfti að flytja vegna hamfaranna og til að efla seiglu á Suðurnesjum öllum. Rauði krossinn setti í kjölfarið styrktarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga á fót með það að markmiði að efla seiglu Grindvíkinga sérstaklega.
Frá stofnun hefur sjóðurinn gegnt mikilvægu hlutverki í að styðja fjölbreytt verkefni í þágu Grindvíkinga, með sérstakri áherslu á stuðning, virkni og samveru, einkum meðal ungs fólks og eldri borgara.
Á þeim tíma sem sjóðurinn hefur verði starfræktur hefur 21 umsókn um styrk borist. Áfram verður tekið við umsóknum í sjóðinn til 1. september næstkomandi.
Það er von Rauða krossins að stuðningur sjóðsins hafi stuðlað að jákvæðum breytingum og eflt trú einstaklinga á eigin getu.
Rauði krossinn færir öllum umsækjendum, samstarfsaðilum og öðrum sínar innilegustu þakkir fyrir traust, þátttöku og elju á undanförnum mánuðum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.