Innanlandsstarf
Coca-Cola og Rauði krossinn hjálpa flóttafólki að aðlagast íslensku samfélagi
25. september 2024
Coca-Cola Europacific Partners(CCEP) á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um nýtt verkefni sem kallast „Lyklar að íslensku samfélagi – The Keys to Society“ og miðar að því að styðja og valdefla þau sem sótt hafa um alþjóðlega vernd og einnig þau sem hafa fengið hér vernd.
Coca-Cola Europacific Partners(CCEP) á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um nýtt verkefni sem kallast „Lyklar að íslensku samfélagi – The Keys to Society.“ Verkefnið miðar að því að styðja og valdefla umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk við að aðlagast íslensku samfélagi og taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði.
CCEP mun styrkja verkefnið um 10 milljónir króna á ári næstu þrjú árin, sem hluti af stefnu sinni í samfélagsábyrgð. Rauði krossinn mun svo sjá um framkvæmd námskeiða sem styrkja einstaklinga til að fóta sig í íslensku samfélagi og auka færni þeirra til að sækja vinnu.
„Við hjá Coca-Cola á Íslandi erum stolt af því að styðja Rauða krossinn í að hjálpa þessum viðkvæma hópi að aðlagast samfélaginu og vinnumarkaðnum, svo þau geti orðið virkir þátttakendur,“ segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi. „Mikilvægt er að stuðla að jafnrétti og búa til aðstæður þar sem fólk af erlendum uppruna fær tækifæri til að læra um íslenskt samfélag og vinnumarkað.“
Námskeiðin verða í boði á úkraínsku, spænsku, arabísku og ensku, með möguleika á fleiri tungumálum. Þjálfunin skiptist í tvo hluta: Fyrri hluti er fyrir nýkomna umsækjendur sem enn eru í umsóknarferli og mun veita þeim innsýn í gildi og virkni samfélagsins. Seinni hluti er fyrir þau sem þegar hafa fengið alþjóðlega vernd og mun aðstoða þau við að fóta sig á vinnumarkaði.
„Þetta er þýðingarmikill samningur sem veitir þessu mikilvæga verkefni sannarlega nauðsynlegan stuðning,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Við erum þakklát CCEP fyrir að styrkja þetta verkefni, sem mun valdefla umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi og þannig styrkja íslenskt samfélag.“
CCEP hefur það markmið að gefa fólki sem stendur frammi fyrir hindrunum á vinnumarkaði hæfnina sem það þarf til að ná árangri. Þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd, flóttafólk og innflytjendur mæta hvað mestum hindrunum þegar kemur að velgengni í íslensku samfélagi ákvað CCEP að þróa þetta verkefni í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi.
Verkefnið styður við fjögur af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna: Menntun fyrir öll, góð atvinna og hagvöxtur, aukinn jöfnuður, friður og réttlæti.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.