Innanlandsstarf
Perluvinkonur styrktu börn sem lifa við fátækt
04. desember 2023
Vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir ákváðu nýverið að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum í slæmum aðstæðum.

Snemma í október sáu vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir fréttir þar sem fjallað var um stríð og fátækt, svo þær ákváðu að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum í slæmum aðstæðum.
Þær sátu við í nokkrar vikur og perluðu ýmis konar skraut. Þegar þær voru búnar að fylla heilan kassa af perli gengu þær milli húsa og buðu það til sölu. Það gekk alveg ljómandi vel og í heildina söfnuðust 16.323 krónur.
Það voru því stoltar frænkur sem komu og afhentu Rauða krossinum afraksturinn og ekki skemmir gleðin við að sjá skrautið hangandi í gluggum á heimilum og bílum nágranna sinna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.